Handknattleikslið frá Ægi í Vestmannaeyjum vann í dag til bronsverðlauna á Norðurlandamóti Special Olympics sem fram fer í Frederikshavn í Danmörku. Ægisliðið vann úrslitaleikinn um bronsið, 4:3.Að sögn Bergvins Haraldssonar þjálfara liðsins lék Ægisliðið níu leiki á mótinu. Fyrir...
Æsipenna var í annarri viðureign Kolstad og Elverum í úrslitum úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki í gær. Elverum vann, 41:40, eftir tvær framlengingar á heimavelli. Staðan er þar með jöfn, hvort lið hefur einn vinning. Leikið verður til þrautar...
Díana Dögg Magnúsdóttir kveður BSV Sachsen Zwickau í efstu deild þýska handknattleiksins eftir að liðið vann öruggan sigur á HSG Bad Wildungen Vipers, 34:26, í síðustu umferð þýsku 1. deildarinnar í dag. BSV Sachsen Zwickau varð að vinna leikinn...
Landsliðsmaðurinn Orri Freyr Þorkelsson varð í kvöld portúgalskur meistari í handknattleik karla með liði sínu Sporting Lissabon. Sporting vann Porto, 35:33, í síðasta leik úrslitakeppninnar um meistaratitilinn í Lissabon. Orri Freyr er fyrsti íslenski handknattleikskarlinn sem verður landsmeistari í...
Füchse Berlin getur unnið Evrópudeildina í handknattleik karla annað árið í röð á morgun. Alltént fær liðið tækifæri til þess þegar það mætir Flensburg í úrslitaleik í Barclays Arena í Hamborg. Füchse Berlin vann afar öruggan sigur á Rhein-Neckar...
Teitur Örn Einarsson og liðsfélagar hans í þýska handknattleiksliðinu Flensburg-Handewitt leika til úrslita í Evrópudeildinni á morgun gegn annað hvort Rhein-Neckar Löwen eða Füchse Berlin. Flensburg lagði rúmenska meistaraliðið Dinamo Búkarest, 38:32, í undanúrslitum Barclays Arena í Hamborg í...
Bjarki Már Elísson og samherjar í ungverska meistaraliðinu Telekom Veszprém færðust í gærkvöld skrefi nær ungverska meistaratitlinum þegar þeir unnu öruggan sigur á höfuð andstæðingnum OTP Bank-Pick Szeged, 35:28, á heimavelli. Staðan í hálfleik var 19:13. Veszprém náði mest...
Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar einnig í þriggja marka sigri GWD Minden á Bayer Dormagen, 32:29, í 2. deild þýska handknattleiksins í gær. Leikurinn var í næst síðustu umferð deildarinnar. Minden-liðinu hefur vegnað afar vel...
Fráfarandi Evrópumeistarar kvenna í handknattleik, Vipers Kristiansand, unnu úrslitakeppnina í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna í kvöld með öðrum öruggum sigri á Storhamar í úrslitarimmu, 32:27, þegar leikið var í Hamar. Þetta var 101. sigur Vipers í röð í...
Gísli Þorgeir Kristjánsson leikstjórnandi Evrópumeistara SC Magdeburg fékk þungt högg á hægra hné í síðari hálfleik í viðureign Magdeburg og Balingen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Hann fór rakleitt af leikvelli undir læknishendur og kom ekkert...
Viggó Kristjánsson er í liði 32. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik sem opinberað var í gær. Viggó lék afar vel með SC DHfK Leipzig í 12 marka sigri liðsins á HSV Hamburg á heimavelli á síðasta laugardag þegar...
SC Magdeburg tyllti sér eitt í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag með stórsigri á neðsta liði deildarinnar, Balingen-Weilstetten, á heimavelli í kvöld, 43:29. Ómar Ingi Magnússon var markahæstur leikmanna Magdeburg. Hann skoraði 10 mörk í...
Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður í handknattleik og samherjar hans í Kadetten Schaffhausen jöfnuðu í dag metin í úrslitarimmunni við HC Kriens um svissneska meistaratitilinn í handknattleik karla. Óðinn Þór skoraði sigurmarkið úr vítakasti þremur og hálfri mínútu fyrir leikslok,...
Harpa Rut Jónsdóttir og samherjar hennar í GC Amicitia Zürich eru komnir í fremur óvænta forystu í úrslitarimmunni um svissneska meistaratitilinn í handknattleik kvenna. Í gær vann GC Amicitia Zürich lið LC Brühl á útivelli, 32:31, eftir framlengingu.GC Amicitia...
Guðmundur Þórður Guðmundsson og liðsmenn hans í Fredericia HK leika til úrslita um danska meistaratitilinn í handknattleik gegn Aalborg Håndbold. Fredericia HK vann Ribe-Esbjerg, 34:25, í þriðja og síðasta undanúrslitaleik liðanna í thansen-Arena í Fredericia í gær. Fredericia HK...