Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður MT Melsungen staðfestir í samtali við Morgunblaðið sem kom út í morgun að viðræður hafi staðið yfir og eða standi yfir um að hann gangi til liðs við meistaraliðið Magdeburg í...
Guðmundur Þórður Guðmundsson og liðsmenn hans í danska liðinu Fredericia HK endurheimtu annað sæti úrvalsdeildarinnar í gærkvöld með afar öruggum sigri á Grindsted GIF, 34:22, í 9. umferð deildarinnar.
Arnór Viðarsson skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í liði...
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá Kolstad ásamt Simon Jeppsson þegar Kolstad vann Follo, 33:26, í áttundu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði eitt mark en Sveinn Jóhannsson ekkert. Kolstad er í...
Aron Pálmarsson lék í gær sinn fyrsta leik á heimavelli eftir að hann sneri á ný til Veszprém í Ungverjalandi. Hann byrjaði meira segja leikinn gegn PLER-Budapest og skoraði eitt mark í síðari hálfleik í átta marka sigri, 34:26....
Ómar Ingi Magnússon var markahæstur hjá SC Magdeburg þegar liðið vann stórsigur í heimsókn til Stuttgart í dag í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 36:25. Selfyssingurinn skoraði átta mörk, þar af eitt úr vítakasti. Með sigrinum færðist Magdeburg upp...
Ísak Steinsson markvörður Drammen skellti nánast í lás í síðari hálfleik þegar liðið vann Holon Yuvalim HC frá Ísrael öðru sinni í 64 liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í Drammen í dag, 35:22. Drammen vann einnig fyrri viðureignina...
Ekkert lát er á sigurgöngu Þorsteins Leós Gunnarssonar og samherja hans í FC Porto þegar kemur að leikjum í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik. Porto vann Marítimo í gær með 13 marka mun á útivelli, 40:27. Þetta var tíundi...
Harpa María Friðgeirsdóttir var næst markahæst með átta mörk þegar lið hennar, TMS Ringsted, tapaði fyrir DHG, 40:31, í næst efstu deild danska handknattleiksins í gær. Leikið var í Ringsted. Harpa María og franska handknattleikskonan Alexandra Lacrabere voru allt...
Akureyringurinn Dagur Gautason átti sannkallaðan stórleik í dag þegar norska liðið ØIF Arendal innsiglaði sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla með 12 marka sigri á gríska liðinu Bianco Monte Drama, 36:24, í Drama í Grikklandi.
Dagur var markahæstur leikmanna...
Haukur Þrastarson hafði það náðugt þegar lið hans Dinamo Búkarest vann CSM Fágaras, 40:29, á heimavelli í áttundu umferð rúmensku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Haukur kom ekkert við sögu hjá Dinamo enda í eldlínunni með liðinu í fyrradag...
„Ég fæddist á Íslandi en flutti mánaðagömul til Noregs og hefur átt þar heima síðan," sagði nýjasta landsliðskona Íslands í handknattleik, Dana Björg Guðmundsdóttir leikmaður Volda í Noregi, þegar handbolti.is hitti Dönu að máli og forvitnaðist aðeins meira um...
Tumi Steinn Rúnarsson skoraði fimm mörk og gaf tvær stoðsendingar þegar Alpla Hard vann BT Füchse 36:28, á heimavelli í austurrísku 1. deildinni í handknattleik í gær. Með sigrinum færðist liðið upp í efsta sæti deildarinnar. Liðið hefur 12...
Ungverska meistaraliðið Veszprém settist í efsta sæti A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld eftir afar öruggan sigur á Eurofarm Pelister, 30:23, í Bitola í Norður Makedóníu. Hvorki Aron Pálmarsson né Bjarki Már Elísson skoruðu í leiknum. Reyndar komu...
Melsungen heldur efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir að hafa sótt nauman sigur á SC DHfK Leipzig, 28:27, í Leipzig í kvöld í hörkuleik. Erik Balenciaga skoraði sigurmark Melsungen þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum sem...
Norska meistaraliðið Kolstad, með tríó íslenskra handknattleikmanna innanborðs, gerði sér lítið fyrir og vann ungverska liðið Pick Szeged, 29:27, í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn fór fram í Szeged í Ungverjalandi. Janus Daði Smárason leikur með Szeged. Hann skoraði...