- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olísdeildir

- Auglýsing -

Bjarni Ófeigur er stoðsendingakóngur

KA-maðurinn Bjarni Ófeigur Valdimarsson er ekki aðeins annar tveggja markahæstu leikmanna Olísdeildar karla að loknum 15 umferðum. Hann er einnig sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar leikmanna deildarinnar. Bjarni Ófeigur hefur gefið 98 stoðsendingar sem skilað hafa KA mörkum,...

Sara Dögg er áfram markahæst – nærri 10 mörk að meðaltali

Sara Dögg Hjaltadóttir úr ÍR er markahæst í Olísdeild kvenna eftir 11 umferðir af 21. Hlé hefur verið gert á deildarkeppninni fram í janúar. Sara Dögg hefur leitt markalistann frá upphafi. Hún hefur skorað 108 mörk í 11 leikjum,...

Eina liðið á Íslandi sem ég má leika með fyrir utan FH

„KA-menn höfðu fyrst samband við mig í nóvember eftir að ég sagði upp samningnum við Ribe-Esbjerg. Áhugi þeirra var strax mjög mikill og þeim tókst að að sannfæra mig með skemmtilegum pælingum varðandi klúbbinn, gildi hans og hversu gott...
- Auglýsing -

Þrautargöngu Stjörnunnar lauk í síðasta leik ársins

Nærri fjögurra mánaða eyðimerkurgöngu kvennaliðs Stjörnunnar milli íþróttahúsa og kappleikja í Olísdeild kvenna í handknattleik lauk í dag, daginn fyrir vetrarsólstöður. Stjarnan vann þá loksins sinn fyrsta leik í deildinni á keppnistímabilinu. Leikmenn Fram máttu bíta í það súra...

Dagskráin: Síðasti leikur ársins 2025

Síðasti leikur ársins á Íslandsmótinu í handknattleik fer fram í Hekluhöllinni í Garðabæ í dag. Klukkan 12 hefja þar leik Stjarnan, sem er neðst í deildinni með 1 stig eftir 10 leiki, og Fram sem situr í fjórða sæti...

Halldór Jóhann skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2028

Handknattleiksdeild HK og Halldór Jóhann hafa framlengt samning sinn til ársins 2028. Með samningnum er tryggt áframhaldandi samstarf næstu ár, sem félagið bindur miklar vonir við, segir í tilkynningu. Halldór Jóhann, sem er einn af reyndari þjálfurum Olísdeildarinnar, tók við...
- Auglýsing -

Ágúst Elí hefur samið við KA

Ágúst Elí Björgvinsson markvörður hefur samið við KA. Frá þessu segir KA á samfélagsmiðlum í kvöld. Hann kemur til félagsins um áramótin þegar opnað verður fyrir félagaskipti. Samningur Ágústs Elís við KA er til eins og hálfs árs. Ágúst...

Kaflaskipt í KA-heimilinu – Haukar sóttu tvö stig á Selfoss

Með frábærum leik í síðari hálfleik tókst Íslandsmeisturum Vals að vinna KA/Þór með sjö marka mun í viðureign liðanna í 11. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld, 30:23. Það blés ekki byrlega hjá Valsliðinu þegar fyrri hálfleikur var...

Ungverjinn er farinn úr Garðabæ

Ungverski handknattleiksmaðurinn Barnabás Rea og handknattleiksdeild Stjörnunnar hafa komist að samkomulagi um slit á samningi hans við félagið, bæði sem leikmaður og aðstoðarþjálfari yngri flokka. Rea gekk til liðs við Stjörnuna fyrir núverandi tímabil á láni frá ungverska stórliðinu Pick...
- Auglýsing -

Baldur Fritz og Bjarni Ófeigur standa jafnir

Tveir leikmenn eru jafnir í efsta sæti á lista yfir markahæstu leikmenn Olísdeildar karla þegar 15 umferðir af 22 eru að baki. Baldur Fritz Bjarnason, ÍR, sem varð markakóngur síðasta tímabils, hefur dregið KA-manninn Bjarna Ófeig Valdimarsson uppi í...

Dagskráin: KA-heimilið og Selfoss

Áfram verður haldið keppni í 11. umferð Olísdeildar kvenna í kvöld með tveimur viðureignum. Íslandsmeistarar Vals sækja KA/Þór heim og Selfoss fær Hauka í heimsókn í Sethöllina.Einnig verða tvær viðureignir á dagskrá í Grill 66-deild kvenna í kvöld. Olísdeild kvenna:KA-heimilið:...

Evrópubikarmeistarar Vals eru íþróttalið Reykjavíkur

Handknattleikslið Vals í kvennaflokki var í dag útnefnt íþróttalið Reykjavíkur 2025 við athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Valsliðið er sannarlega vel að viðurkenningunni komið eftir að hafa orðið fyrst íslenskra kvennaliða Evrópubikarmeistari í maí. Einnig varð Valur Íslands- og deildarmeistari í...
- Auglýsing -

ÍBV á toppinn eftir stórsigur á ÍR

ÍBV tyllti sér í efsta sæti Olísdeildar í kvöld með stórsigri á ÍR, 36:24, í upphafsleik 11. umferðar í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV var sex mörkum yfir í hálfleik, 19:13. Þetta var annað tap ÍR í röð...

Dagskráin: Eyjar og Kaplakriki

Ellefta umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik hefst í kvöld með viðureign ÍBV og ÍR í Vestmannaeyjum. Vonir standa til þess að leikurinn hefjist klukkan 18.30. ÍBV og ÍR eru í tveimur af þremur efstu sætum deildarinnar og því ljóst...

Olís karla: 15. umferð á 60 sekúndum

Fimmtándu og síðustu umferð ársins í Olísdeild karla í handknattleik lauk á mánudagskvöld. Hlé hefur verið gert á keppni í deildinni fram til 4. febrúar vegna undirbúnings og síðar þátttöku íslenska landsliðsins á Evrópumótinu sem stendur yfir frá 15....
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -