- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olísdeildir

- Auglýsing -

Þrjár eru meiddar hjá meistaraliði Vals

Þrír leikmenn Íslandsmeistara Vals eru á meiðslalista þegar vika er í keppni í Olísdeild kvenna hefst. Landsliðskonurnar Lilja Ágústsdóttir og Thea Imani Sturludóttir hafa ekkert leikið með Val á undirbúningstímanum og nýverið meiddist unglingalandsliðskonan Ásrún Inga Arnarsdóttir. Anton Rúnarsson...

HSÍ skiptir út merki sínu fyrir nýtt

Ný stjórn Handknattleikssambands Íslands kynnti nýtt merki sambandsins á kynningarfundi Olís- og Grill 66-deildum karla í Valsheimilinu í gær. Merkið er hluti að nýrri ásýnd sambandsins sem formaðurinn, Jón Halldórsson, kynnti fyrir gestum fundarins. Hér fyrir neðan er nýtt...

Kom mér svolítið á óvart

Hafdís Renötudóttir markvörður Vals og landsliðsins hóf keppnistímabilið í gær með stórleik gegn Haukum í meistarakeppni HSÍ. Hún varði 20 skot, 61% hlutfallsmarkvarsla, í sjö marka sigri Vals, 22:15. „Þessi leikur kom mér svolítið á óvart vegna þess að Haukar...
- Auglýsing -

Þær þekkja þetta frá síðustu árum

„Þær þekkja þetta frá síðustu árum auk þess að leggja hart að sér við æfingar í sumar svo þær þekkja þetta allt saman. Það var titill í boði í dag og við vildum sækja hann,“ sagði Anton Rúnarsson nýr...

Myndasyrpa: Kveðjustund Arons í Kaplakrika

Mikið var um dýrðir í Kaplakrika í gærkvöld þegar einn fremsti handknattleiksmaður heims síðustu 15 ár, Aron Pálmarsson, lék sinn kveðjuleik. Uppeldisfélag hans, FH, stóð fyrir leiknum og frábærri skemmtidagskrá og var fullt út að dyrum í Kaplakrika eins...

Hófu nýtt tímabil eins því síðasta lauk

Íslandsmeistarar Vals unnu meistarakeppni HSÍ í kvennaflokki enn eitt árið í röð með öruggum sigri á Haukum, 22:15, í N1-höllinni á Hlíðarenda í dag. Valur var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. M.a. var tveggja marka munur...
- Auglýsing -

Valur verður tvöfaldur meistari vorið 2026

Val er spáð efsta sæti bæði í Olísdeild karla og kvenna samkvæmt niðurstöðu árlegrar spár þjálfara og fyrirliða liðanna í deildinni. Spáin var opinberuð á kynningarfundi Olísdeildanna sem fram fór eftir hádegið í dag á Hlíðarenda. Nýliðar Olísdeildar karla, Selfoss,...

Adam Haukur jafnaði metin með þrumuskoti

Adam Haukur Baumruk tryggði Haukum jafntefli, 29:29, í æfingaleik við HK á Ásvöllum í kvöld. Hann skoraði jöfnunarmarkið með þrumuskoti þremur sekúndum fyrir leikslok. HK, sem var manni fleiri undir lokin, tapaði boltanum þegar rétt innan við 20 sekúndur...

Ekkert verður af því í bili að Ingvar styrki KA

Ekkert verður af því að Ingvar Heiðmann Birgisson styrki lið KA á komandi leiktíð í Olísdeild karla eins og vonir stóðu til. Ingvar sleit krossband á æfingu fyrir nokkrum vikum á einni af sínum fyrstu æfingum með KA. Handkastið...
- Auglýsing -

Stórsigur Vals í síðasta æfingaleiknum

Íslandsmeistarar Vals koma á fullri ferð til leiks í meistarakeppni HSÍ á laugardaginn ef marka má stórsigur liðsins á Stjörnunni, 37:20, í æfingaleik í N1-höllinni í gær. Staðan var 16:11 fyrir Val að loknum fyrri hálfleik. Ljóst virðist að Valsliðið...

Jóhann Birgir hefur tekið fram skóna

Jóhann Birgir Ingvarsson hefur tekið fram handboltaskóna eftir nokkurt hlé og leikur með HK í Olísdeild karla og í Poweradebikarnum í vetur. HK segir frá komu Jóhanns Birgis í dag. Hann hefur áður leikið með HK og einnig með...

Kynningarfundur Íslandsmótsins á laugardag

Hinn árlegi kynningarfundur Olís- og Grill 66-deilda kvenna og karla fyrir komandi keppnistímabil verður haldinn í Valsheimilinu að Hlíðarenda laugardaginn 30. ágúst kl. 13. Á fundinum, sem er fyrir leikmenn, þjálara og forsvarsmenn liða í deildunum og fjölmiðla, verður hefðbundin...
- Auglýsing -

Þórsarar hafa samið við skyttu frá Moldóvu

Nýliðar Þórs í Olísdeild karla hafa samið við Igor Chiseliov frá Moldóvu. Hann er 33 ára gamall og leikur í stöðu vinstri skyttu. Chiseliov var síðast hjá Radovis í Norður-Makedóníu, eftir því sem fram kemur í tilkynningu Þórs í...

Dagbjört Ýr snýr heim til ÍR eftir veru í Eyjum

Dagbjört Ýr Ólafsdóttir Hansen hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2027. Dagbjört, sem er uppalin ÍR-ingur, lék með ÍBV undanfarin tvö tímabil. Þar áður var hún hluti af ÍR liðinu sem tryggði sér sæti í Olísdeildinni...

Aganefnd segir ekki ástæðu til að Einari verði refsað

Aganefnd HSÍ sá ekki ástæðu til á fundi sínum í dag að refsa Einari Jónssyni þjálfara Íslands- og bikarmeistara Fram fyrir ummæli þau sem hann lét falla í viðtali við handbolta.is eftir viðureign Fram og Stjörnunnar í meistarakeppni HSÍ...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -