Króatinn Marino Gabrieri sem gekk til liðs við ÍBV fyrir keppnistímabilið er farinn frá félaginu, eftir því sem handbolti.is kemst næst. Gabrieri náði aldrei að sýna sitt rétta andlit með ÍBV í leikjum Olísdeildarinnar en mun hafa fengið tækfæri...
Unglingalandsliðsmaðurinn Garðar Ingi Sindrason hefur skrifað undir nýjan samning við FH sem gildir út tímabilið sem lýkur vorið 2027. Garðar Ingi, sem er fæddur árið 2007, er uppalinn FH-ingur.Garðar Ingi er vinstri skytta. Hann hefur átt fast sæti í...
Selfoss vann mikilvæg stig í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag á heimavelli með tveggja marka sigri á ÍBV eftir æsilega spennandi lokakafla, 24:22. ÍBV var fimm mörkum yfir í hálfleik, 12:7, en tókst ekki að halda út í...
Stjarnan heldur áfram að safna stigum í Olísdeild kvenna í handknattleik. Í dag bættust tvö stig í safnið með sigri á Gróttu í Hekluhöllinni í Garðabæ, 31:28. Stjarnan hefur þar með unnið sér inn 10 stig og sýnt töluverðar...
Fram færðist á ný upp í annað sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld eftir tveggja marka sigur á ÍR, 22:20, í 12. umferð deildarinnar í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal. Fram hefur þar með 18 stig eins og Haukar. Fram...
Áfram verður haldið að leika í 12. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld. Fyrsti leikur umferðarinnar var á miðvikudagskvöld þegar Haukar bundu enda á einstaka sigurgöngu Vals með sigri á Ásvöllum, 28:23.Í kvöld mætast Fram og ÍR í...
Eftir 40 sigurleiki í röð í öllum mótum hér innanlands á síðustu 452 dögum töpuðu Íslandsmeistarar Vals í handknattleik í kvöld fyrir Haukum í 12. umferð Olísdeildinni í kvöld, 28:23, á Ásvöllum. Frábær varnarleikur og stórbrotinn leikur Söru Sifjar...
Tólfta umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik hefst í kvöld og það með stórleik Evrópuliðanna Hauka og Vals á Ásvöllum. Bæði lið standa í ströngu í Evrópubikarkeppninni um þessar mundir. Haukar komust í átta liða úrslit um síðustu helgi eftir...
Stjarnan vann mikilvægan sigur í neðri hluta Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag í Vestmannaeyjum, 23:22, og skildi þar með ÍBV eftir í næst neðsta sæti deildarinnar fjórum stigum á eftir sér. Þrjú mörk voru skoruð á síðustu 35...
Áhugafólk um handknattleik hefur í mörg horn að líta í dag. Margir leikir eru á dagskrá Íslandsmótsins í þremur deildum auk þess sem kvennalið Hauka leikur í Evrópubikarkeppni gegn HC Galychanka Lviv á Ásvöllum. Til viðbótar leika Íslandsmeistarar Vals...
Nokkur félagaskipti hafa verið staðfest hjá HSÍ undanfarna daga. Þessi eru þau helstu:Daníel Stefán Reynisson hefur verið lánaður frá Fram til ÍR út keppnistímabilið.Ólöf Ásta Arnþórsdóttir hefur fengið félagaskipti til Fjölnis frá HK og lék hún sinn fyrsta leik...
Valur heldur sigurgöngu sinni áfram í Olísdeild kvenna í handknattleik. Í kvöld lögðu meistararnir margföldu Fram í öðru uppgjöri liðanna í deildinni á tímabilinu, 31:28, á heimavelli sínum, N1-höllinni á Hlíðarenda. Staðan var 16:15 í hálfleik, Val í vil.Greint...
Ellefta umferð Olísdeildar kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum. Annar þeirra er viðureign tveggja efstu liða deildarinnar, Vals og Fram, í N1-höll Vals á Hlíðarenda. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Valur er ósigraður í deildinni og efstu...
Kvennalið ÍBV í handknattleik varð fyrir miklu áfalli á dögunum þegar í ljós kom að Marta Wawrzynkowska markvörður er með rifu í krossbandi á hné. Ólíklegt er hún verði með liðinu það sem eftir er af keppnistímabilinu.Sigurður Bragason þjálfari...
Júlíus Þórir Stefánsson sem tók tímabundið við þjálfun Olísdeildarliðs Gróttu í handknattleik kvenna í byrjun nóvember hefur verið ráðinn þjálfari liðsins til næstu þriggja ára. Tilkynnti Grótta um ráðninguna í gærkvöld. Áður hafði Sigurjón Friðbjörn Björnsson þjálfað Gróttuliðið í...