Poweradebikar karlar

- Auglýsing -

Reyjavíkureinvígi og grannaslagur í undanúrslitum

Reykjavíkurliðin Fram og Valur mætast í undanúrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna fimmtudaginn 27. febrúar. Valur er bikarmeistari frá síðasta ári. Í hinni viðureigninni eigast við Grótta og Haukar.Í undanúrslitum í karlaflokki eigast við grannliðin Fram og Afturelding og Stjarnan og ÍBV....

Dregið til undanúrslita í hádeginu á miðvikudag

Dregið verður í hádeginu á miðvikudaginn til undanúrslita í Powerdebikarnum í handknattleik karla og kvenna. Átta liða úrslitum í karlaflokki lauk á laugardaginn með maraþonleik ÍBV og FH. Vítakeppni þurfti til þess að knýja fram hreinar línur. ÍBV hafði...

Jokanovic fleytti ÍBV í undanúrslit – vítakeppni þurfti til í Eyjum

Petar Jokanovic markvörður ÍBV sá til þess að ÍBV komst í undanúrslit Powerade-bikars karla í handknattleik. Eftir tvíframlengdan leik varð að knýja fram úrslit leiksins í vítakeppni. Í henni varði Jokanovic tvö af fimm vítaköstum FH-inga á sama tíma...
- Auglýsing -

Haukar gagnrýna HSÍ og dómstóla – eftirmálarnir eru skammarlegir

„Niðurstaða dómstóla HSÍ vegna bikarleiks Hauka og ÍBV 2024 voru Haukum mikil vonbrigði, bæði í ljósi þess að Haukar unnu sannfærandi sigur gegn ÍBV og vegna þess að vinnubrögð HSÍ þykja ófagleg,“ segir m.a. í harðorðri grein sem handknattleiksdeild...

Dagskráin: Fyrsti leikur fyrir hádegi – bikarkeppni og toppslagir

Keppni hefst snemma dags á Íslandsmótinu í handknattleik. Klukkan hálf tólf gefa dómararnir Gunnar Óli Gústafsson og Bóas Börkur Bóasson leikmönnum ÍBV og Vals merki um að hefja leik sinn í Olísdeild kvenna. Eftir það rekur hver leikurinn annan....

Dagskráin: Allir leikir eru á áætlun – Valsliðið kom til Eyja í gærkvöld

UPPFÆRT: ÖLLUM LEIKJUM KVÖLDSINS HEFUR VERIÐ FRESTAÐ VEGNA VEÐURS!Rauð veðurviðvörun! – HSÍ frestar öllum kappleikjum„Enn sem komið er þá eru allir leikir á áætlun,“ segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ er hann var spurður hvort leikirnir fjórir sem eiga...
- Auglýsing -

Áfrýjunardómstóll HSÍ staðfestir sigur ÍBV

Áfrýjunardómstóll HSÍ hefur staðfest dóm dómstóls HSÍ um að ÍBV sé dæmdur sigur, 10:0, í viðureign við Hauka í átta liða úrslitum Poweraderbikars karla í handknattleik. Dómsorð áfrýjunardómstólsins er afgerandi: „Hinn áfrýjaði dómur er því staðfestur og vísað til...

„Höfðum fleiri ferskar fætur“

„Það er ótrúlega gott hjá okkur að vinna Val. Þótt Valur hafi ekki verið frábær upp á síðkastið þá eru liðið alltaf tilbúið þegar mikið er undir. Það sást best á Bjögga þótt hann hafi oft leikið betur...

Vorum bensínlausir í mörgum þáttum

„Einfalda svarið er, og með því er ég ekki að taka neitt af leikmönnum Fram sem voru skynsamir, skoruðu góð mörk og spiluðu vel, þá vorum við bensínlausir í mörgum þáttum. Við fengum á okkur 35 mörk og gerðum...
- Auglýsing -

Afturelding í undanúrslit í annað sinn á þremur árum

Í annarri tilraun með fárra daga millibili tókst Aftureldingu að leggja KA-menn í kvöld í KA-heimilinu í átta liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla, 28:26. Liðin skildu jöfn á sama stað á laugardaginn í Olísdeildinni.Afturelding verður þar með...

Bikarmeistararnir eru úr leik – Framarar öflugri á lokakaflanum

Bikarmeistarar síðasta tímabils Valur féll í kvöld úr leik í 8-liða úrslitum Poweradebikarsins með þriggja marka tapi fyrir Fram, 35:32, í Lambhagahöllinni eftir jafna stöðu í hálfleik, 17:17. Fram var síðast með í undanúrslitum fyrir tveimur árum.Í jöfnum og...

Dagskráin: Jafntefli gilda ekki í leikjum kvöldsins

Eftir hörkuspennandi viðureign ÍR og Stjörnunnar í átta liða úrslitum Poweradebikars karla í handknattleik í gærkvöld verður áfram haldið í kvöld með tveimur leikjum.KA fær Aftureldingu í heimsókn í KA-heimilið í annað sinn á fáeinum dögum. Liðin skildu jöfn...
- Auglýsing -

„Þetta er bara geggjað“

„Þetta er bara geggjað,“ sagði glaðbeittur þjálfari Stjörnunnar, Hrannar Guðmundsson, þegar hann varð á vegi handbolta.is í Skógarseli í kvöld eftir að Stjarnan lagði ÍR, 35:34, í átta liða úrslitum Poweradabikarsins í handknattleik karla. Stjarnan er þar með komin...

„Ég er ekkert eðlilega fúll“

„Ég er ekkert eðlilega fúll,“ sagði Bjarni Fritzson þjálfari ÍR eftir að lið hans féll úr leik í átta liða úrslitum í Poweradebikarnum í handknattleik karla í kvöld með eins marks tapi fyrir Stjörnunni, 35:34, í Skógarseli. ÍR var...

Stjarnan í undanúrslit í fimmta sinn á sex árum

Stjarnan komst í kvöld í undanúrslit Poweradebikarsins í handknattleik í fimmta sinn á síðustu sex árum með naumum sigri á ÍR, 35:34, í hörkuskemmtilegum leik á heimavelli ÍR-inga í Skógarseli. ÍR var með undirtökin í leiknum lengst af, m.a....
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -