„Þetta einstaklega sætt og ótrúlega skemmtilegt,“ var það fyrsta sem Þórey Rósa Stefánsdóttir leikmaður Fram sagði í kvöld þegar handbolti.is hitti hana eftir að Fram vann Val í undanúrslitum Poweradebikarsins í handknattleik kvenna á Ásvöllum í kvöld, 22:20.„Það er...
„Framliðið spilaði vel í dag og þegar dæmið er gert upp átti það skilið að vinna,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari kvennaliðs Vals eftir tap fyrir Fram, 22:20, í undanúrslitum Poweradebikarsins í handknattleik á Ásvöllum í kvöld.„Við fórum með...
Fram leikur til úrslita bæði í kvenna- og karlaflokki í Poweradebikarnum í handknattleik á laugardaginn. Kvennalið félagsins fylgdi í kvöld eftir karlaliðinu sem í gær vann sína viðureign í undanúrslitum. Kvennalið Fram vann Val, bikarmeistara þriggja síðustu ára, með...
Leikið verður til undanúrslita í Poweradebikar kvenna í handknattleik á Ásvöllum í kvöld. Fyrri viðureignin hefst klukkan 18 en sú síðari klukkan 20.15.Reykjavíkurveldin, Fram og Valur eigast við í fyrri leiknum og verður um að ræða 30. undanúrslitaleik hvors...
Stjarnan lagði ÍBV, 34:29, í undanúrslitum Poweradebikars karla í handknattleik á Ásvöllum í gærkvöld. Stjarnan mætir Fram í úrslitaleik keppninnar á laugardaginn klukkan 16 á Ásvöllum. Fram vann Aftureldingu, 36:33, í hinni viðureign undanúrslita í gær. Þurfti framlengingu til...
Fram lagði Aftureldingu, 36:33, eftir framlengingu í undanúrslitum Poweradebikars karla í handknattleik á Ásvöllum í gærkvöld. Fram mætir Stjörnunni í úrslitaleik keppninnar á laugardaginn klukkan 16 á Ásvöllum. Stjarnan vann ÍBV, 34:29, í hinni viðureign undanúrslita í gær.Í kvöld...
„Vörnin var mjög góð allan leikinn. Hún hélt og Aftureldingarmenn voru í basli. Þeir léku mjög mikið sjö á sex en vörnin okkar réði við það,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í samtali við handbolta.is á Ásvöllum í kvöld...
„Byrjunin situr í mér. Við vorum hægir í gang og lentum fjögur núll undir. Það tók sinn tíma að vinna sig inn í leikinn eftir það. Engu að síður er ég stoltur af strákunum sem sýndu þrautseigju og karakter...
„Við fundum einhverja orku þegar kom inn í framlenginguna auk þess sem okkur tókst að pota inn skítamörkum meðan þeir náðu því ekki,“ segir Rúnar Kárason í samtali við handbolta.is eftir að Fram vann Aftureldingu, 36:33, eftir framlengda viðureign...
Fram leikur við Stjörnuna í úrslitaleik Poweradebikarsins í handknattleik karla. Fram lagði Aftureldingu, 36:33, í æsilega spennandi famlengdum undanúrslitaleik á Ásvöllum, 36:33. Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma, 30:30. Fram var þremur mörkum yfir í hálfleik, 19:16. Fram...
„Við vorum bara alveg ógeðslega góðir og jukum forskotið jafnt og þétt,“ sagði glaðbeittur þjálfari Stjörnunnar Hrannar Guðmundsson í samtali við handbolta.is strax eftir sigur Stjörnunnar á ÍBV á Ásvöllum í kvöld í undanúrslitum Poweradebikarsins í handknattleik, 34:29. Stjarnan...
„Þetta er svo sannarlega vonbrigði. Við ætluðum okkur svo sannarlega meira,“ sagði Dagur Arnarsson hinn reyndi leikmaður ÍBV eftir að ÍBV tapaði fyrir Stjörnunni með fimm marka mun í undanúrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla á Ásvöllum í kvöld, 34:29.„Ég...
Stjarnan leikur til úrslita í bikarkeppni karla í handknattleik, Poweradebikarnum í tíunda sinn á laugardaginn. Stjarnan vann öruggan sigur á ÍBV í undanúrslitaleik á Ásvöllum í kvöld, 34:29, eftir að hafa náð mest sjö marka forskoti. Leikmenn ÍBV náðu...
Leikið verður til undanúrslita í Poweradebikar karla í handknattleik á Ásvöllum í kvöld. Fyrri viðureignin hefst klukkan 18 en sú síðari klukkan 20.15. Lið félaganna fjögurra sem reyna með sér í kvöld voru síðast í undanúrslitum í fyrra eða...
Reykjavíkurliðin Fram og Valur mætast í undanúrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna fimmtudaginn 27. febrúar. Valur er bikarmeistari frá síðasta ári. Í hinni viðureigninni eigast við Grótta og Haukar.Í undanúrslitum í karlaflokki eigast við grannliðin Fram og Afturelding og Stjarnan og ÍBV....