Slóvenar kjöldrógu Kúbumenn, 41:19, í fyrri leik dagsins í G-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í Zagreb Arena í kvöld. Kúbumenn voru afar daprir að þessu sinni og lögðu nánast niður vopnin strax í upphafi í fyrsta leik sínum í...
Forráðamenn þýska landsliðsins eru vongóðir um að meiðsli sem Juri Knorr varð fyrir í upphafsleik HM í gær gegn Póllandi séu ekki alvarleg og hann geti tekið þátt í næstu leikjum landsliðsins á mótinu. Þýska landsliðið mætir Sviss annað...
Portúgalski landsliðsmaðurinn Miguel Martins féll á lyfjaprófi sem hann gekkst undir á dögunum. Hann verður þar af leiðandi ekki með portúgalska landsliðinu á HM. Auk þess er viðbúið að hann verði ekki með danska meistaraliðinu Aalborg á næstunni. Félagið...
Eins og e.t.v. máttu búast varð slagur íslensku þjálfaranna, Dags Sigurðssonar með landslið Króata og Arons Kristjánssonar með Barein, ójafn þegar sveitir þeirra mættust á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Zagreb-Arena í kvöld. Króatar, vel studdir af áhorfendum voru...
Norska landsliðið í handknattleik karla máttu bíta í það súra epli að tapa fyrir brasilíska landsliðinu í upphafsleik sínum á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Bærum í kvöld, 29:26. Vera Haraldar Noregskonungs á leiknum virtist hvetja norska landsliðið til...
Alfreð Gíslason og liðsmenn hans í þýska landsliðinu hófu þátttöku á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í kvöld með sjö marka sigri á Pólverjum, 35:28, í Jyske Bank Boxen í Herning á Jótlandi. Eins og í vináttuleikjunum fyrir HM þá...
Ljóst er að vegna meiðsla munu nokkrir afar sterkir handknattleiksmenn ekki verða með á heimsmeistaramótinu sem hefst í Danmörku, Króatíu og Noregi 14. janúar og stendur yfir til 2. janúar. Hér fyrir neðan eru listi yfir helstu leikmenn sem...
Sænski handknattleiksmaðurinn Felix Claar hefur loks hafið æfingar með SC Magdeburg eftir margra mánaða fjarveru vegna meiðsla. Claar meiddist í leik með sænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í sumar. Það verður dýrmætt fyrir þýsku meistarana að fá Claar inn í...
Heimsmeistarar Danmerkur í handknattleik karla hófu titilvörnina í kvöld með flugeldasýningu í Jyske Bank Boxen í Herning á Jótlandi. Þeir unnu Alsírbúa með 25 marka mun, 47:22, í B-riðli keppninnar. Fyrr í dag unnu Ítalir liðsmenn Túnis, 32:25, í...
Skyndilega breyting varð á hjá handknattleiksmanninum Hafsteini Óla Ramos Roca, landsliðsmanni Grænhöfðaeyja og leikmanni Gróttu. Eftir því sem Logi Geirsson fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik segir á X í gærkvöld þá verður Hafsteinn Óli með landsliði Grænhöfðaeyja á HM.Fyrir...
Berta Rut Harðardóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoruðu eitt mark hvor þegar lið þeirra Kristianstad HK vann IF Hallby HK, 32:25, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Berta og Jóhanna gáfu eina stoðsendingu hvor. Með sigrinum færðist...
Stjórn norska meistaraliðsins Vipers Kristiansand hefur ákveðið að leggja félagið niður og sækja um gjaldþrotaskipti. Keppnisleyfi félagsins hefur verið afturkallað. Svipuð yfirlýsing var gefin úr í haust en síðan afturkölluð nokkrum dögum síðar. Nú mun vera um endanlega ákvörðun...
Alþjóða handknattleikssambandið veitir að vanda peningaverðlaun til þriggja efstu landsliðanna á heimsmeistaramótinu handknattleik karla sem hefst í Danmörku, Króatíu og Noregi á morgun. Alls verða greiddir 200.000 dollarar sem skiptast á milli þriggja efstu liðanna. Verða það að teljast...
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla segist vera áhyggjufullur eftir vináttuleikina tvo við Brasilíu í gær og á fimmtudaginn í Flensborg og Hamborg. Þýska liðið vann báðar viðureignir en sóknarleikur liðsins þótti ekki sannfærandi, ekki síst í gær...
Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króata fékk góð tíðindi í gær þegar í ljós kom að David Mandic meiddist ekkert alvarlega í sigurleiknum á Slóvenum í fyrradag. Mandic fór meiddur af leikvelli í síðari hálfleik og var óttast það versta. Eftir...