Franski landsliðsmarkvörðurinn Samir Bellahcene er m.a. orðaður við Nantes eftir að THW Kiel samdi við þýska landsliðsmarkvörðinn Andreas Wolff í síðustu viku. Forráðamenn Nantes munu vera að leita markvarðar eftir að Viktor Gísli Hallgrímsson gekk til liðs við Wisla...
Eitt þekktasta handknattleikslið í Evrópu í kvennaflokki, ŽRK Budućnost í Svartfjallalandi, stendur á brauðfótum eftir að lang stærsti fjárhagslegi bakhjarlinn, Bemax, sagði skilið við félagið. Líklegra en ekki er að ŽRK Budućnost verði gjaldþrota eða a.m.k. verði ekki áfram...
Eftir stórsigur á franska landsliðinu á fimmtudaginn, 34:22, þá tapaði norska landsliðið, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, með sex marka mun í síðari vináttuleik liðanna í handknattleik kvenna í Frakklandi í gær, 25:19. Aðeins var eins marks munur á liðunum...
Þekktasta handknattleikskona Svartfjallalands, Bojana Popovic, er sögð hætt þjálfun meistaraliðsins Buducnost. Popovic hefur þjálfað liðið í fjögur ár. Hún tók fljótlega við þjálfun eftir að keppnisskórnir fóru upp á hillu. Ekki liggur ljóst fyrir af hverju Popovic er hætt en...
Nikolaj Jacobsen þjálfari danska karlalandsliðsins lætur ekki annir vegna undirbúnings danska karlalandsliðsins í handknattleik fyrir Ólympíuleikana tefja sig frá því að stýra 16 ára liði GOG frá Fjóni á Partille Cup-mótinu í Svíþjóð. Jacobsen þjálfar liðið í sjálfboðavinnu og...
Slóvenar misstu mikilvægan leikmann úr Ólympíuhópi sínum í handknattleik karla í fyrradag þegar hægri hornamaðurinn Gašper Marguč meiddist. Ljóst er að hann verður ekki með landsliðinu á Ólympíuleikunum sem hefjast undir mánaðarlok.Ungur og efnilegur handknattleiksmaður, Petar Cikusa, sem vakið...
Þórir Hergeirsson fagnaði sigri með norska landsliðinu sínu gegn því franska þegar Evrópumeistararnir og heimsmeistararnir í handknattleik kvenna mættust í fyrri vináttuleiknum í Pau í suðvesturhluta Frakklands í kvöld, 34:22.Noregur var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleiks, 15:11....
Króatíski landsliðamaðurinn Luka Cindric eltir þjálfarann Xavi Pascual frá Dinamo Búkarest til ungverska meistaraliðsins Veszprém og verður m.a. samherji Bjarka Más Elíssonar. Veszprém staðfesti komu hins þrítuga Cindric til félagsins í dag. Orðrómur kveiknaði strax við brottför Pascual frá...
Þýska stórliðið THW Kiel staðfesti eftir hádegið að gengið hafi verið frá kaupum á þýska landsliðsmarkverðinum Andreas Wolff frá pólska liðinu Industria Kielce. Endalausar fregnir hafa verið í þýskum fjölmiðlum síðustu mánuði um endurkomu markvarðarins í þýska handknattleikinn. Lengi...
Nikolaj Jacobsen þjálfari danska landsliðsins hefur valið þá 14 leikmenn sem hann teflir fram á Ólympíuleikunum í sumar auk þriggja leikmanna sem verða utan hóp og til vara ef á þarf að halda. Fátt kom á óvart í valinu...
Japanska fyrirtækið Daikin Airconditioning verður megin styrktaraðili þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla næstu tvö ár og verður deildin þar með nefnd eftir fyrirtækinu, Daikin HBL. Samkvæmt heimildum Handball-world/Kicker mun fyrirtækið leggja fimm milljónir evra inn í deildina ár...
Danskt handknattleiksfólk setur sterkan svip á úrvalslið síðustu leiktíðar í Evrópu sem Handknattleikssamband Evrópu stóð fyrir vali á í annað sinn á dögunum. Tvær danskar konur eru í úrvalsliði kvenna og fjórir eru í karlaliðinu af átta. Frakkar eiga...
Dregið hefur verið í riðla Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki fyrir komandi leiktíð. Evrópumeistarar Györi Audi ETO KC verða í B-riðli ásamt m.a. Vipers Kristiansand frá Noregi og dönsku meisturunum Team Esbjerg að ógleymdum þýska meistaraliðinu HB Ludwigsburg, áður Bietigheim....
Valsmaðurinn Allan Norðberg var markahæstur í færeyska landsliðinu í gær ásamt Elias Ellefsen á Skipagøtu þegar færeyska landsliðið vann japanska landsliðið í vináttuleik í Japan, 30:29. Allan og Elias skoruðu sjö mörk hvor. Hinn hornamaður færeyska landsliðsins, Hákun West...
Frakkland varð í dag heimsmeistari 20 ára landsliða kvenna eftir sigur á Evrópumeisturum Ungverjalands, 29:26, í hörku úrslitaleik í Boris Trajkovski íþróttahöllinni í Skopje í Norður Makedóníu. Frakkar voru sterkari þegar á leið leikinn og fögnuðu sannfærandi sigri í...