Japanska landsliðið varð í gær Asíumeistari í handknattleik kvenna eftir nauman sigur á landsliði Suður Kóreu, 25:24, í úrslitaleik Asíumótsins sem staðið hefur yfir í Nýju Delí á Indlandi síðan í upphafi mánaðarins. Suður Kórea var með þriggja marka...
Jesper Jensen landsliðsþjálfari Danmerkur í handknattleik kvenna er tilneyddur að afskrifa frekari þátttöku tveggja sterkra leikmanna á Evrópumótinu í handknattleik. Tilkynnt var síðdegis að Althea Reinhardt og Sarah Iversen taki ekki þátt í fleiri leikjum á mótinu.
Iversen sleit krossband...
Svíar leika um 5. sætið á Evrópumóti kvenna í handknattleik á föstudaginn gegn annað hvort Danmörku eða Hollandi eftir að hafa lagt Svartfellinga, 25:24, í æsispennandi viðureign og þeirri síðustu sem fram fór á mótinu í Debrecen í Ungverjalandi...
Ungverjar mæta norska landsliðinu í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í handknattleik í Vínarborg á föstudaginn. Það var ljóst eftir að ungverska landsliðið tapaði fyrir Frökkum í síðustu umferð milliriðils eitt í Debrecen í Ungverjalandi í kvöld, 30:27. Ungverska landsliðið hafnaði...
Sigur Dana á Slóvenum í milliriðlakeppni Evrópumótsins, 33:26, í gærkvöld var súrsætur. Margt bendir til þess að ein af öflugri leikmönnum danska liðsins, Sarah Iversen, hafi meiðst alvarlega á hné og taki ekki þátt í fleiri leikjum á mótinu....
Peter Woth sem þjálfað hefur þýska handknattleiksliðið TuS Metzingen sem Sandra Erlingsdóttir leikur með hefur verið leystur frá störfum. Frammistaða liðsins, sem varð bikarmeistari í vor, hefur ekki verið viðunandi að mati stjórnenda félagsins. Miriam Hirsch hefur verið ráðinn...
Norska landsliðið innsiglaði efsta sæti milliriðils tvö á EM kvenna í kvöld með fimm marka sigri á Þýskalandi, 32:27, í Vínarborg, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik. Þetta var sjötti sigur Noregs á mótinu. Víst er...
Hollenska landsliðið er tilbúið í úrslitaleik við Dani um annað sæti í milliriðli tvö á Evrópumóti kvenna í handknattleik á miðvikudagskvöldið. Holland vann Sviss örugglega í þriðju umferð milliriðlakeppninnar í Vínarborg í dag, 37:29, eftir að hafa farið á...
Sandra Toft, markvörður, var kölluð inn í danska landsliðið í handknattleik í gærkvöld og kom hún með hraði frá Ungverjalandi, þar sem hún býr, til Vínarborgar í morgun. Toft á að verða annar markvörður danska landsliðsins í kvöld gegn...
Færeyingar slá ekki slöku við byggingu þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir. Ráðgert er að vígsluleikurinn í þjóðarhöllinni, Við Tjarnir, verði miðvikudaginn 12. mars á næsta ári þegar færeyska karlalandsliðið tekur á móti hollenska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Miðasala á leikinn hefst...
Heimsmeistarar Frakklands fylgja Ungverjum eftir í undanúrslit Evrópumóts kvenna í handknattleik. Frakkar unnu sannfærandi sigur á Svíum, 31:27, í síðast leik þriðju og síðustu umferðar milliriðils eitt í Debrecen í Ungverjalandi í kvöld. Ungverjar og Frakkar mætast í síðustu...
Ungverjar voru fyrstir til þess að innsigla sæti í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í handknattleik í kvöld. Ungverjar unnu Rúmena í þriðju og næst síðustu umferð milliriðils eitt í Debrecen, 37:29. Þetta var sjötti sigur ungverska liðsins í mótinu en...
Angóla varð Afríkumeistari í handknattleik í sextánda sinn í gær eftir að hafa unnið Senegal í úrslitaleik, 27:18, Afríkumótsins sem hófst í Kinsasa, höfuðborg Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó frá 27. nóvember. Landslið Angóla, sem var með íslenska landsliðinu í riðli á...
Áfram heldur sigurganga Þóris Hergeirssonar og norska landsliðsins á Evrópumóti kvenna í handknattleik. Í kvöld tók norska landsliðið það hollenska í kennslustund í annarri umferð milliriðils 2 í Vínarborg. Lokatölur, 31:21, eftir að sex mörkum munaði á liðunum að...
Eftir að tvær umferðir af fjórum eru að baki í milliriðli eitt á Evrópumóti kvenna í handknattleik þá standa heimsmeistarar Frakklands og landslið Ungverjalands svo vel að vígi að hvort þeirra vantar aðeins eitt stig til þess að öðlast...