- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Cindric er ekki í fyrsta landsliðshópi Dags

Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króata. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Dagur Sigurðsson nýráðinn landsliðsþjálfari Króata í handknattleik karla hefur valið 21 leikmann til undirbúnings og þátttöku í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer í Hannover í Þýskalandi 14. til 17. þessa mánaðar. Fækkað verður um einn leikmann áður en farið verður til Þýskalands.

Það vekur athygli króatískra fjölmiðla að Luka Cindric leikmaður Dinamo Búkarest er ekki í landsliðshópnum. Einnig að Jakov Gojun er valinn en hann hefur með einni undantekningu ekki leikið með landsliðinu frá EM 2018. Gojun var álitsgjafi hjá króatískri sjónvarpsstöð í janúar sl. þegar landsliðið tók þátt í EM. 

Landsliðshópur Króata:

Dominik Kuzmanović (Nexe), Matej Mandić (Zagreb), Filip Ivić (Chambéry), Marin Jelinić (Pick Szeged), David Mandić (Melsungen), Zvonimir Srna (Zagreb), Tin Lučin (Wisla Plock), Marko Mamić (Leipzig), Domagoj Duvnjak (Kiel), Igor Karačić (Kielce), Filip Vistorop (Balingen), Mateo Maraš (Tatabanya), Luka Lovre Klarica (Zagreb), Mario Šoštarić (Pick Szeged), Filip Glavaš (Zagreb), Marin Šipić (Kriens Luzern), Tomislav Kušan (Limoges), Jakov Gojun (Zagreb), Nikola Grahovac (Balingen), Zlatko Raužan (Sesvete), Davor Ćavar (Zagreb).

Króatar leika við Alsír, Austurríki og Þýskaland í forkeppni Ólympíuleikanna í lok næstu viku. Tvö lið öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikunum sem fram fara í París og Lille frá 25. júlí til 11. ágúst.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -