- Auglýsing -
- Auglýsing -

Cocksliðar skoruðu sex síðustu mörkin – Haukar unnu með níu marka mun

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður og félagar í Haukum mæta HC Cocks. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Haukar unnu HC Cocks frá Finnlandi með níu marka mun, 35:26, í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik á Ásvöllum í kvöld. Síðari viðureignin fer fram í Riihimäki norður af Helsinki á laugardaginn.

Óhætt er að segja að Haukar hafi leikið sér að eldinum undir lok leiksins. Þeir voru búnir að ná oftar en einu sinni 15 marka forskoti. Þeir slökuðu talsvert á undir lokin með þeim afleiðingum að Cocks-menn skoruðu sex síðustu mörk leiksins og sluppu með níu marka tap. Í ljósi þess sem getur gerst í Evrópukeppni er hugsanlegt að Haukar hafi farið illa að ráði sínu með því að halda ekki betur á spilunum á lokakafla leiksins. Auk þess er vandséð að finnska liðið geti leikið mikið verr en það gerði á löngum köflum í þessari viðureign.

Staðan í hálfleik var 18:11, Haukum í hag.

Mörk Hauka: Birkir Snær Steinsson 7, Skarphéðinn Ívar Einarsson 5, Þráinn Orri Jónsson 5, Andri Fannar Elísson 4, Adam Haukur Baumruk, 3, Sigurður Snær Sigurjónsson 3, Hergeir Grímsson 3, Aron Rafn Eðvarðsson 3, Össur Haraldsson 2.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 10, 34,4%. – Vilius Rasimas 0.

Handbolti.is var á Ásvöllum og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -