- Auglýsing -
- Auglýsing -

Costa og Gidsel markahæstir – Viktor Gísli á topp tíu

Portúgalinn Martim Costa t.v. skoraði flest mörk að meðaltali í leik á EM 2024. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Portúgalinn Martim Costa og Daninn Mathias Gidsel voru jafnir og markahæstir á Evrópumótinu í handknattleik 2024 sem lauk í Köln í Þýskalandi í kvöld. Þeir skoruðu 54 mörk hvor. Costa lék sjö leiki en Gidsel níu leiki. Þar af leiðandi var Costa með mun fleiri mörk að jafnaði í leik.

Enginn Íslendingur var á meðal tíu efstu á EM að þessu sinni. Ómar Ingi Magnússon var markakóngur EM 2022 með 59 mörk í átta leikjum. Viggó Kristjánsson skoraði flest mörk Íslendinga á mótinu á þessu sinni, 34, eins og kom fram á handbolti.is í gær. Viggó var jafn Frakkanum Nedim Remili sem valinn var besti leikmaður mótsins.

Hér eru 10 markahæstu leikmenn á EM 2024:

Martim CostaPortúgal54
Mathias GidselDanmörku54
Juri KnorrÞýskalandi50
Dika MemFrakklandi49
Rutger ten VeldeHollandi45
Ludovic FabregasFrakklandi44
Aleks VlahSlóveníu44
Mykola BilykAusturríki41
Niels VersteijnenHollandi39
Felix ClaarSvíþjóð38
Viktor Gísli Hallgrímsson að verja boltann einu sinni sem oftar á EM. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Viktor Gísli í fremstu röð

Viktor Gísli Hallgrímsson var á meðal þeirra tíu markvarða á EM sem voru með hlutfallslega flest varin skot, 31%. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn er í góðum félagsskap.

Nafn:Land:Hlutfall %
Emil NielsenDanmörku39
Andreas PalickSvíþjóð38
Dominik KuzmanovicKróatía37
Tomas MrkvaTékklandi37
Constantin MöstlAusturríki35
Andreas WolffÞýskalandi34
Thorbjørn BergerudNoregi32
Samir BellahceneFrakklandi31
Viktor Gísli HallgrímssonÍslandi31
Niklas LandinDanmörku31
Martin TomovskiN-Makedóníu31
Dönsku markverðirnir Emil Nielsen t.v. og Niklas Landin. Mynd/EPA
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -