- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dáði Óla og landsliðið

Mynd/EPA
- Auglýsing -

Svartfellska stórskyttan Katarina Bulatovic segir Ólaf Stefánsson hafa verið eina af helstu fyrirmyndum sínum á handknattleiksferlinum sem lauk í vor. „Einnig var ég einlægur aðdáandi íslenska karlalandsliðsins,“ segir Bulatovic í samtali við heimsíðu Handknattleikssambands Evrópu, EHF, í tilefni þess að hún hefur leikið sinn síðasta handknattleiksleik

Bulatovic segist allan feril sinn hafa fylgst vel með handknattleik karla, ekki síður en kvenna, samhliða því að vera ein helsta stjarna í kvennaboltanum síðasta áratuginn eða rúmlega það. Fyrir utan Ólaf nefnir Bulatovic slóvensku handknattleikskonuna, Anju Freser, og hina þýsku Grit Jurak sem öflugar fyrirmyndir sem hún hafi litið upp til og lært af. Landi hennar og fyrrverandi samherji Bojana Popovic hafi hinsvegar verið aðal fyrirmyndin.  „Popovic var einstakur leikmaður sem gerði alla í kringum sig betri. Hún hafði eitthvað sem engin önnur handknattleikskona hafði eða hefur.“

Hún hafði eitthvað sem engin önnur handknattleikskona hafði eða hefur.

Bulatovic segir það ekki hafa verið auðvelt að  standa við ákvörðun sína frá í fyrra að leggja handboltaskóna á hilluna í sumar. Hún hafi helst af öllu viljað hætta fyrir framan stuðningsmenn ungverska liðsins Györi og fagna meistaratitli með þeim. Sökum þess hversu síðasta keppnistímabil var endasleppt vegna covid19 varð aldrei af hinum eiginlega kveðjuleik eftir þetta eina keppnistímabil hennar með ungverska stórliðinu. Bulatovic er staðráðin í að mæta á nokkra leiki liðsins á heimavelli á komandi leiktíð.

Stóð fast við ákvörðun sína

Bulatovic gat valið úr tilboðum frá félagsliðum og halda áfram og taka eitt tímabil til viðbótar en hún segist hafa verið ákveðin í að halda fast við fyrri ákvörðun sem hún tilkynnti um sumarið 2019. „Ég var búin að ákveða að hætta í sumar sem leið og hafði þessvegna gert áætlanir sem ég vildi ekki endurskoða. Þess utan þá er það mín skoðun að handknattleiksmenn eigi ekki að leika út í það óendanlega,“ sagði Bulatovic í samtali við heimasíðu Handknattleikssambands Evrópu, EHF

Dapurlegustu dagar ferilsins hafi á hinn bóginn verið á HM 2011 í Brasilíu þegar svartfellska landsliðið náði sér ekki á strik. Tapaði það m.a. fyrir íslenska landsliðinu, 22:21, í upphafsleik sínum á mótinu.

Bulatovic, sem er 35 ára gömul, var fjórum sinnum í sigurliði Meistaradeildar Evrópu auk þess að verða Evrópumeistari með landsliði Svartfjallalands 2012. Síðar sama ár var Bultovic í silfurliði Svartfellinga á Ólympíuleikunum í London sem tapaði fyrir Þóri Hergeirssyni og norska landsliðinu í úrslitaleik.

Skin og skúrir

Bulatovic segir sigurstundirnar með félags- og landsliðum vera hátinda ferilsins. Dapurlegustu dagar ferilsins hafi á hinn bóginn verið á HM 2011 í Brasilíu þegar svartfellska landsliðið náði sér ekki á strik. Tapaði það m.a. fyrir íslenska landsliðinu, 22:21, í upphafsleik sínum á mótinu. Voru það ein óvæntustu úrslit mótsins. Svartfellska liðið hafnaði í 10. sæti þegar upp var staðið. „Við nýttum vonbrigðin til að búa okkur undir EM árið eftir þar sem við stóðum upp sem sigurvegarar,“ sagði Bulatovic sem varð markadrottning EM 2012 og Ólympíuleikanna sama ár.  Einnig var hún  valin úrvalslið EM 2012 og Ólympíuleikanna 2012. Til viðbótar var Bulatovic kjörinn íþróttamaður ársins í Svartfjallalandi 2012 og á ný  tveimur árum síðar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -