- Auglýsing -
- Auglýsing -

Daði til Danmerkur – Sigþór og Andri draga sig í hlé

Daði Jónsson er tilbúinn að leika í gula búningnum á nýjan leik. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Daði Jónsson leikur ekki með KA í Olísdeildinni í handknattleik á næsta keppnistímabili. Hann er farinn til Danmerkur til náms. Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, staðfesti þetta við handbolta.is í gær. Eins staðfesti hann að Sigþór Gunnar Jónsson ætli ekki að leika með KA á leiktíðinni sem framundan er.


Fleiri breytingar eru í farvatninu hjá KA-liðinu. Andri Snær Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara KA/Þórs, ætlar að draga saman seglin sem leikmaður. Hann hefur í mörg horn að líta sem fjölskyldufaðir, þjálfari og kennari. Eftir því sem næst verður komist gæti Andri Snær orðið til taks ef nauðsyn krefur vegna meiðsla en annars ætlar hann að halda sig til hlés.

Sigþór Gunnar Jónsson lengst til hægri númer 10 leikur ekki með KA í vetur. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Þetta er hluti af nokkrum breytingum á leikmannahópi KA frá síðustu leiktíð og áður hefur verið greint frá. Árni Bragi Eyjólfsson er farinn til Aftureldingar, Aki Egilsnes til EHV Aue í Þýskalandi og Svavar Ingi Sigmundsson til FH.

Einar Rafn Eiðsson og Arnar Freyr Ársælsson hafa bæst í hóp KA-manna en þeir komu frá FH, Óðinn Þór Ríkharðsson frá Holstebro í Danmörku og Færeyingurinn Pætur Mikkjalsson sem síðasta lék með SUS Nyborg í Danmörku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -