- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dæma stórleikinn í Eyjum – lýkur 50. leiktíðinni

Dómararnir sjóuðu, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma í Mannheim í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, reyndasta dómaraparið í íslenskum handknattleik um þessar mundir, dæma stórleikinn í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV og Haukar leiða saman hesta sína í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. Þeir félagar hafa þar með dæmt alla leikina sem fram hafa farið á milli þessara liða í Vestmannaeyjum.

Sigurður Hjörtur Þrastason, Svavar Ólafur Pétursson, Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson dæmdu leikina sem fram fóru á Ásvöllum.

Þess má til gamans geta að Anton Gylfi og Jónas dæmdu eftirminnilegan oddaleik Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum fyrir níu árum.

Lýkur sínu 50. keppnistímabili

Eftirlitsmenn á leiknum í Eyjum í kvöld, sem hefst klukkan 19, verða Guðjón L. Sigurðsson og Kristján Halldórsson. Þeir eru þrautreyndir í sínu fagi og eru þekktir fyrir að láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna.

Með leiknum í kvöld lýkur Guðjón L. Sigurðsson sínu 50. keppnistímabili sem dómari og síðar eftirlitsmaður. Geri aðrir betur!

Guðjón var einnig eftirlitsmaður á fyrrgreindum úrslitaleik Hauka og ÍBV á Ásvöllum fyrir 9 árum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -