- Auglýsing -

Dagskrá: Fimm leikir og fjör á keppnisvöllum

Hart er tekist á í leikjum Olísdeildar karla. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Fimm leikir af sex í 17. umferð Olísdeildar karla í handknattleik fara fram í kvöld. Sjötta og síðasta viðureignin fer fram annað kvöld þegar KA og FH eigast við. Leiknum var frestað um sólarhring vegna viðureignar Þórs og FH í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í gærkvöld.


Eyjamenn og Framarar ríða á vaðið í kvöld þegar lið þeirra mætast í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 18. Framarar eiga harma að hefna eftir fjögurra marka tap á heimavelli, 32:28, í fyrri viðureign liðana.


Eftir leikinn í Vestmannayjum þá rekur hver viðureignin aðra. Víkingar taka á móti Aftureldingu og vilja svara fyrir níu marka tap í fyrri viðureigninni, 28:19.

Gróttumenn fengu einnig skell í fyrri leiknum við Selfoss, 32:23, og ætla að svara fyrir í kvöld. Selfossliðið hefur verið á skriði upp á síðkastið og mun væntanlega ekki gefa sinn hlut eftir, ef að líkum lætur.


HK menn hafa verið óheppnir í tveimur síðustu leikjum og tapað á endasprettinum fyrir Gróttu og ekki síst fyrir Aftureldingu á sunnudaginn. Kópavogsliðið hefur síður en svo lagt árar í bát og býður Hauka velkomna í Kórinn. Fyrri leikur liðanna á Ásvöllum í haust lauk með sex marka sigri Hauka, 30:24.


Lokaleikur kvöldsins verður viðureign Íslands- og bikarmeistara Vals og Stjörnunnar í Origohöllinni. Stjarnan hafði betur í fyrri viðureigninni sem fram fór í TM-höllinni, 36:33.

Síðast en ekki síst er rétt að hvetja fólk til að fjölmenna á leikina og styðja við bakið á liðunum. Ekki veitir af eftir magra veirutíma auk þess sem það er bara svo gaman að sjá og heyra hvað hefur lifnað yfir keppnishúsunum um allt land eftir að áhorfendum var heimilaður óheftur aðgangur að þeim á nýjan leik.


Olísdeild karla:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Fram, kl. 18 – sýndur á Stöð2Sport.
Víkin: Víkingur – Afturelding, kl. 19.30 – sýndur á Víkingurtv.
Hertzhöllin: Grótta – Selfoss, kl. 19.30 – sýndur á Gróttatv.
Kórinn: HK – Haukar, kl. 19.30 – sýndur á HKtv.
Origohöllin: Valur – Stjarnan, kl. 20 – sýndur á Stöð2Sport.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -