- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Haukar sækja Íslandsmeistarana heim – fer Hörður á toppinn?

Gunnar Gunnarsson og leikmenn Hauka sækja Íslandsmeistara KA/Þórs heim í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Sautjándu umferð Olísdeildar kvenna lýkur í dag með viðureign KA/Þórs og Hauka í KA-heimilinu. Liðin eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar og aðeins munar tveimur stigum á þeim. Haukar hafa leikið einum leik fleira.


Hörður getur farið í efsta sæti Grill66-deildar karla í dag takist liðinu að leggja Kórdrengi í íþróttahúsinu á Torfnesi. Hörður er einu stigi frá ÍR sem trónir á toppnum um þessar mundir. Hörður á auk þess leik til góða á Breiðholtsliðið sem tekinn verður út í dag.


Til viðbótar verða þrjár viðureignir í Grill66-deild kvenna í dag og í kvöld. Þar á meðal verða leikmenn Selfoss í eldlínunni á heimavelli. Selfossliðið er í harðri keppni við ÍR og FH um efsta sæti deildarinnar. Selfoss hefur tapað fæstum stigum af liðunum þremur en á einnig fæsta leiki að baki.


Olísdeild kvenna:
KA-heimilið: KA/Þór – Haukar, kl. 14.30 – sýndur á KAtv.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild kvenna er að finna hér.


Grill66-deild kvenna:
Kórinn: HK U – Víkingur, kl. 16.
Sethöllin: Selfoss – Stjarnan U, kl. 19.30.
Origohöllin: Valur U – Fram U, kl. 19.30.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er að finna hér.


Grill66-deild karla:
Ísafjörður: Hörður – Kórdrengir, kl. 16.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -