Ekki verður slegið af við keppni á Íslandsmóti karla í handknattleik í dag. Framundan er síðasti leikur 7. umferðar Olísdeildar karla. ÍBV sækir Aftureldingu heim klukkan 15 og á harma að hefna eftir tap í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins á dögunum.
Einnig verða þrjár viðureignir í Grill 66-deild karla en fjórði leikurinn, sem fram átti að fara í dag, ÍH – Valur 2, var slegið á frest. Stórleikur dagsins í Grill 66-deildinni verður á Ísafirði þegar Víkingar sækja Harðarmenn heim. Víkingur féll úr efsta sæti deildarinnar í gærkvöld þegar Grótta vann nauman sigur á Fjölni, 29:28.
Leikir dagsins
Olísdeild karla, 7. umferð:
Myntkauphöllin: Afturelding – ÍBV, kl. 15.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Grill 66-deild karla, 7. umferð:
Kórinn: HK 2 – Selfoss 2, kl. 14.
Ásvellir: Haukar 2 – Fram 2, kl. 14.30.
Ísafjörður: Hörður – Víkingur, kl. 16.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
- Leikir dagsins verða sendir út á Handboltapassanum.
- Til viðbótar verður HBStatz með stöðu- og textauppfærslur frá leikjunum eins og öðrum á leiktíðinni. Hægt verður að fylgjast með stöðuuppfærslum HBStatz á forsíðu handbolti.is.