Þrír leikir fara fram í 17. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld en umferðin hófst í gærkvöld með sigri Hauka á ÍBV, 28:24, á Ásvöllum. Fyrsti leikur kvöldsins hefst klukkan 19 í KA-heimilinu þegar Framarar, sem hafa verið á mikilli siglingu, sækja KA-menn heim í KA-heimilið góða á Akureyri.
HK, sem unnið hefur þrjá leiki í röð í Olísdeildinni, sækir Aftureldingu heim að Varmá klukkan 19.30. Loks taka Gróttumenn á móti leikmönnum Stjörnunnar. Stjarnan hefur gert það gott upp á síðkastið og önglaði í þrjú af mögulega fjórum stigum í tveimur síðustu viðureignum sínum eftir að keppni í Olísdeild karla hófst á ný að loknu nokkurra vikna hléi.
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla, 17. umferð:
KA-heimilið: KA – Fram, kl. 19.
Varmá: Afturelding – HK, kl. 19.30.
Hertzhöllin: Grótta – Stjarnan, kl. 19.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
- Leikirnir þrír verða sendir út á Handboltapassanum.