Áttundu umferð Olísdeildar karla lýkur í kvöld með tveimur viðureignum. Að leikjunum loknum verður gert hlé á keppni í Olísdeild karla fram til 9. nóvember vegna æfinga og leikja landsliða í næstu viku og fram á aðra helgi.
Báðar viðureignir kvöldsins eru afar áhugaverðar. Annars vegar er um að ræða leik FH og ÍBV í Kaplakrika og hinsvegar mætast Selfoss og Stjarnan í Sethöllinni.
FH og ÍBV eru við toppinn. FH er þremur stigum á eftir Val sem situr með þriggja stiga forskot í efsta sæti eftir öruggan sigur á Haukum í gær. ÍBV er í fimmta sæti með 9 stig og getur komist upp að hlið FH og Aftureldingar með sigri í Kaplakrika.
Hinn leikur kvöldsins í Olísdeildinni verður á milli Selfoss og Stjörnunnar í Sethöllinni á Selfossi. Þau eru á líkum slóðum í neðri hluta deildarinnar. Stjarnan er með þrjú stig í 10. sæti og Selfoss með tvo í 12. og neðsta sæti.
Til viðbótar hefst 5. umferð Grill 66-deildar kvenna í kvöld þegar liðsmenn Berserkja sækja Gróttu heim í Hertzhöllina.
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla:
Sethöllin: Selfoss – Stjarnan, kl. 18.30.
Kaplakriki: FH – ÍBV, kl. 19.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Grill 66-deild kvenna:
Hertzhöllin: Grótta – Berserkir, kl. 19.30.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
- Þeir sem ekki eiga þess kost á mæta í íþróttahúsin í kvöld til styðja sín lið geta fylgst með útsendingum frá leikjum Íslandsmótsins í gegnum handboltapassa HSÍ í sjónvarpi Símans.