Þrír leikir fara fram í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni kvenna í handknattleik í kvöld auk þess sem landslið Íslands og Bosníu mætast í 1. umferð undankeppni Evrópumótsins í handknattleik karla 2026.
Poweradebikar kvenna, 16-liða úrslit:
KA-heimilið: KA/Þór – Stjarnan, kl. 17.30.
Kaplakriki: FH – Grótta, kl. 18.
Kórinn: HK – ÍBV, kl. 18.
-Leikir Poweradebikarsins verða sendir út á Handboltapassanum.
Poweradebikar kvenna – fréttasíða.
Undankeppni EM karla, 1. umferð, 3. riðill:
Laugardalshöll: Ísland – Bosnía, kl. 19.30 – RÚV.
- Ísland er í riðli með Bosníu, Georgíu og Grikklandi í undankeppni Evrópumóts karla 2026. Framundan eru tveir leikir hjá íslenska liðinu í undankeppninni. Auk leiksins við Bosníu í kvöld mætir íslenska landsliðið Georgíumönnum í Tíblisi á sunnudaginn kl. 14.
- Næstu leikir íslenska landsliðsins verða um miðjan mars, heima og heiman gegn Grikklandi. Undankeppninni lýkur í byrjun maí með leikjum við Bosníu ytra og heima á móti Georgíu.
- Undankeppni EM er leikin í átta riðlum með fjórum liðum í hverjum. Tvö efstu lið hvers riðil tryggir sér farseðilinn í lokakeppni EM sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 15. janúar til 1. febrúar 2026. Einnig komast fjögur landslið sem hafna í þriðja sæti í lokakeppnina.
- Þegar hefur verið ákveðið að íslenska landsliðið leikur í riðli sem fram fer í Kristianstad takist liðinu að tryggja sér þátttökurétt.
- Auglýsing -