- Auglýsing -
Í kvöld verður leitt til lykta hvort Þór Akureyri eða FH leika við Val í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins í karlaflokki. FH-ingar eru á leiðinni norður í þessum töluðu orðum og mæta til leiks í íþróttahöllinni á Akureyri klukkan 19.
Leikurinn í kvöld verður fyrsti leikur Þórsara í nærri því mánuð eða síðan þeir lögðu ÍBV2 í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í viðureign í Kórnum laugardaginn 5. febrúar. Öllum leikjum liðsins í Grill66-deildinni síðan hefur verið frestað vegna covid sem um skeið herjaði miskunnarlaust á herbúðir liðsins.
FH-ingar dvelja áfram á Akureyri eftir leikinn í kvöld þar sem þeir eiga að mæta KA í Olísdeildinni á föstudagskvöld.
Coca Cola-bikar karla, 8-liða úrslit:
Höllin Ak.: Þór – FH, kl. 19.
- Auglýsing -