Fyrsti leikur 13. umferðar Olísdeildar karla, og jafnframt þeirrar síðustu á árinu fer fram í kvöld þegar flautað verður til leiks í Sethöllinni á Selfossi í viðureign Selfoss og Fram klukkan 19.30.
Selfoss-liðið hefur sótt mjög í sig veðrið upp á síðkastið og m.a. unnið Val og skilið með skiptan hlut á móti FH í tveimur leikjum á útivelli. Fyrir vikið er liðið komið upp í sjötta sæti með 13 stig að loknum 12 leikjum. Framarar eru með 10 stig en hafa lagt að baki 11 leiki.
Fram vann fyrri viðureign liðanna sem fram fór á heimavelli Fram 23. september, 29:23.
Aðrir leikir 13. umferðar verða háðir annað kvöld.
Sethöllin: Selfoss – Fram, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2Sport.
Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.