- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Eyjar, Seltjarnarnes og Úlfarsárdalur

Félagar í Gróttukerrunni, stuðningsmannafélagi Gróttu, láta sig örugglega ekki vanta í Hertzhöllina í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Áfram verður haldið að leika í 13. umferð Olísdeildar karla í handknattleik en upphafsleikur umferðarinnar var Ísafirði á föstudaginn þegar Valur lagði Hörð, 45:28.


Fyrsti leikur dagsins fer fram í Vestmannaeyjum þegar leikmenn KA sækja Eyjamenn heim klukkan 14. KA lagði Fram á útivelli síðustu umferð. Á fimmtudagskvöld lagði ÍBV einnig liðsmenn Fram í Úlfarsárdal í viðureign úr áttundu umferð.


Gróttumenn fá heimsókn frá Selfossi í kvöld klukkan 18. Grótta vann ævintýralegan sigur á Haukum í Hertzhöllinni á miðvikudagskvöld. Það var fyrsti sigur liðsins á heimavelli í tvo mánuði. Selfossliðið hefur tapað þremur leikjum í röð og ætlar sér vafalítið að snúa þróuninni við í Hertzhöllinni í kvöld.


Fram og Stjarnan mætast í Úlfarsárdal í síðasta leik dagsins í Olísdeildinni. Fram hefur tapað afar naumlega í tveimur síðustu leikjum. Stjarnan tapaði fyrir Val í Origohöllinni fyrir rúmri viku en gjörsigraði Selfoss þar á undan.


Olísdeild karla, 13. umferð:

Vestmannaeyjar: ÍBV – KA, kl. 14 – sýndur á ÍBVtv.
Hertzhöllin: Grótta – Selfoss, kl. 18 – sýndur á Stöð2sport.
Úlfarsárdalur: Fram – Stjarnan, kl. 19.40 – sýndur á Stöð2sport.

Staðan í Olísdeild karla:

Valur111001377 – 30820
Afturelding10622301 – 27514
FH10622291 – 28514
Fram11533328 – 32213
ÍBV10523334 – 30412
Stjarnan10433295 – 28511
Selfoss10415301 – 3119
Grótta9324251 – 2498
KA10325283 – 2978
Haukar10316290 – 2847
ÍR10317281 – 3425
Hörður110110317 – 3861


2.deild karla:
Dalhús: Fjölnir U – Víkingur U, kl. 13.30.

Staðan í 2. deild karla:

HK U5500195 – 15010
Afturelding U5401192 – 1568
Víkingur U4202139 – 1324
ÍBV U220085 – 514
Grótta U5203162 – 1584
Fjölnir U5104153 – 1502
Víðir6006118 – 2470
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -