Áfram verður haldið að leika í 13. umferð Olísdeildar karla í handknattleik en upphafsleikur umferðarinnar var Ísafirði á föstudaginn þegar Valur lagði Hörð, 45:28.
Fyrsti leikur dagsins fer fram í Vestmannaeyjum þegar leikmenn KA sækja Eyjamenn heim klukkan 14. KA lagði Fram á útivelli síðustu umferð. Á fimmtudagskvöld lagði ÍBV einnig liðsmenn Fram í Úlfarsárdal í viðureign úr áttundu umferð.
Gróttumenn fá heimsókn frá Selfossi í kvöld klukkan 18. Grótta vann ævintýralegan sigur á Haukum í Hertzhöllinni á miðvikudagskvöld. Það var fyrsti sigur liðsins á heimavelli í tvo mánuði. Selfossliðið hefur tapað þremur leikjum í röð og ætlar sér vafalítið að snúa þróuninni við í Hertzhöllinni í kvöld.
Fram og Stjarnan mætast í Úlfarsárdal í síðasta leik dagsins í Olísdeildinni. Fram hefur tapað afar naumlega í tveimur síðustu leikjum. Stjarnan tapaði fyrir Val í Origohöllinni fyrir rúmri viku en gjörsigraði Selfoss þar á undan.
Olísdeild karla, 13. umferð:
Vestmannaeyjar: ÍBV – KA, kl. 14 – sýndur á ÍBVtv.
Hertzhöllin: Grótta – Selfoss, kl. 18 – sýndur á Stöð2sport.
Úlfarsárdalur: Fram – Stjarnan, kl. 19.40 – sýndur á Stöð2sport.
Staðan í Olísdeild karla:
Valur | 11 | 10 | 0 | 1 | 377 – 308 | 20 |
Afturelding | 10 | 6 | 2 | 2 | 301 – 275 | 14 |
FH | 10 | 6 | 2 | 2 | 291 – 285 | 14 |
Fram | 11 | 5 | 3 | 3 | 328 – 322 | 13 |
ÍBV | 10 | 5 | 2 | 3 | 334 – 304 | 12 |
Stjarnan | 10 | 4 | 3 | 3 | 295 – 285 | 11 |
Selfoss | 10 | 4 | 1 | 5 | 301 – 311 | 9 |
Grótta | 9 | 3 | 2 | 4 | 251 – 249 | 8 |
KA | 10 | 3 | 2 | 5 | 283 – 297 | 8 |
Haukar | 10 | 3 | 1 | 6 | 290 – 284 | 7 |
ÍR | 10 | 3 | 1 | 7 | 281 – 342 | 5 |
Hörður | 11 | 0 | 1 | 10 | 317 – 386 | 1 |
2.deild karla:
Dalhús: Fjölnir U – Víkingur U, kl. 13.30.
Staðan í 2. deild karla:
HK U | 5 | 5 | 0 | 0 | 195 – 150 | 10 |
Afturelding U | 5 | 4 | 0 | 1 | 192 – 156 | 8 |
Víkingur U | 4 | 2 | 0 | 2 | 139 – 132 | 4 |
ÍBV U | 2 | 2 | 0 | 0 | 85 – 51 | 4 |
Grótta U | 5 | 2 | 0 | 3 | 162 – 158 | 4 |
Fjölnir U | 5 | 1 | 0 | 4 | 153 – 150 | 2 |
Víðir | 6 | 0 | 0 | 6 | 118 – 247 | 0 |