Leikmenn handknattleiksliðs FH í karlaflokki komu til Ísafjarðar í gærkvöld og geta vafalaust margir andað léttar. Eftir því sem næst verður komist voru dómarar með í för. Af þessu leiðir að fátt ef nokkurt er til fyrirstöðu að FH mæti liði Harðar á Ísafirði í dag í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik. Til stendur að flauta til leiks í íþróttahúsinu Torfnesi í Skutulsfirði klukkan 15.
Sigurliðið í leiknum á Ísafirði mætir Þór Akureyri í átta liða úrslitum og mun sú viðureign fara fram á næstu dögum.
Til viðbótar fara fjórir leikir fram í Olísdeild karla í dag og þrír í Grill66-deild kvenna. Þar af leiðandi verður í mörg horn að líta fyrir handknattleiksáhugafólk í dag.
Leikir dagsins
Olísdeild karla:
Origohöllin: Valur – KA, kl. 16 – sýndur á Valurtv.
Varmá: Afturelding – HK, kl. 16.30 – sýndur á Aftureldingtv.
Ásvellir: Haukur – Grótta, kl. 18 – sýndur á Haukartv.
TM-höllin: Stjarnan – Selfoss, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2Sport.
Stöðu og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.
Grill66-deild kvenna:
TM-höllin: Stjarnan U – HK U, kl. 14.
Austurberg: ÍR – ÍBV U, kl. 15.
Kaplakriki: FH – Selfoss, kl. 16.
Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er að finna hér.
Coca Cola-bikar karla, 16-liða úrslit:
Ísafjörður: Hörður – FH, kl. 15.
Handknattleiksdeild Harðar hefur opnað youtube rás, knattspyrnufélagið Hörður. Á henni verður leikur dagsins sendur út.
https://www.youtube.com/channel/UCRe09YnPcxbt8QSgRQkN6AA
Handbolti.is hyggst freista þess að fylgjast með sem flestum leikjum dagsins í textalýsingu á svokallaðri leikjavakt.