Fimm leikir eru á dagskrá í 19. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í dag. Flautað verður til leiks klukkan 14 með viðureign FH og Aftureldingar klukkan 14. Tveimur stundum síðar hefjast fjórir leiki. Sjötta og síðasta viðureign 19. umferðar verður háð annað kvöld þegar Fram fær efsta lið deildarinnar, Hauka í heimsókn.
Leikir dagsins í Olísdeild karla:
Kaplakriki: FH – Afturelding, kl. 14 – sýndur á Stöð2sport.
Origohöllin: Valur – Grótta, kl. 16 – sýndur á Valurtv.
Vestmannaeyjar: ÍBV – Stjarnan, kl. 16 – sýndur á Stöð2sport.
Höllin, Akureyri: Þór – Selfoss, kl. 16 – sýndur á Þórtv.
Austurberg: ÍR – KA, kl. 16.
Staðan í Olísdeild karla.
- Auglýsing -