- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Fjögur af fimm neðstu liðunum mætast

Bjarni Fritzson þjálfari ÍR er nýjasti gestur hlaðvarpsþáttarins Berjast. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Tólftu umferð Olísdeildar karla verður framhaldið í kvöld með tveimur viðureignum. Umferðin hófst á þriðjudaginn með viðureign Aftureldingar og Hauka, hálfum sólarhring áður en Hafnarfjarðarliðið lagði af stað til Aserbaísjan vegna leikja í Evrópubikarkeppninni. Haukar unnu, 29:26.

Fjögur af fimm neðstu liðum Olísdeildar mætast í kvöld og ljóst að mikilvæg stig eru í húfi.


Í kvöld tekur KA á móti Gróttu í KA-heimilinu klukkan 19. Liðin eru í áttunda og níunda sæti deildarinnar. Grótta með níu stig og KA sjö. Grótta vann fyrri viðureignina sem leikin var í Hertzhöllinni, 29:25, laugardaginn 7. september.

Hálfri stund eftir að blásið verður til leiks í KA-heimilinu hefja ÍR og Fjölnir leik í Skógarseli. Um er að ræða tvö neðstu lið deildarinnar. Fjölnismenn sitja í 11. sæti með sex stig. ÍR er stigi á eftir í neðsta sæti. ÍR-ingar unnu fyrri viðureign liðanna í deildinni í 1. umferð 6. september í Fjölnishöllinni, 36:26.

Leikina tvo verður hægt að horfa á í Handboltapassanum.

Leikir kvöldsins

Olísdeild karla, 12. umferð:
KA-heimilið: KA – Grótta, kl. 19.
Skógarsel: ÍR – Fjölnir, kl. 19.30.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -