- Auglýsing -
Þriðja viðureign Vals og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla verður háð í kvöld í Origohöll Valsmanna á Hlíðarenda. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.
Staðan er jöfn, hvort lið hefur unnið einn leik. Valur vann með talsverðum yfirburðum í fyrstu viðureigninni, 35:25, á fimmtudagskvöldið í Origohöllinni. Eyjamenn svöruðu fyrir sig á heimavelli á sunnudaginn, 33:31, eftir að þeir stungu sér framúr á endasprettinum í gríðarlegri stemningu í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum.
Mikill áhugi mun vera fyrir leiknum í kvöld. Reiknað er með fjölmennum flokki stuðningsmanna ÍBV enda stendur handknattleiksdeildin fyrir hópferð á leikinn meðan rými verður fyrir hendi í Herjólfi. Valsmenn munu heldur ekki láta sig vanta á heimavöllinn.
Olísdeild karla, þriðji úrslitaleikur karla:
Origohöllin: Valur – ÍBV, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.
Leikjadagskrá úrslitaleikjanna er finna hér.
- Auglýsing -