- Auglýsing -

Dagskráin: Flautað til leiks eftir langt hlé

KA/Þór og ÍBV verða í eldlínunni í kvöld. Hér hafa Unnur Ómarsdóttir og Marta Wawrzynkowska báðar augastað á boltanum í einum af leikjum liðanna. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Eftir nokkurra vikna hlé vegna landsleikja, ófærðar, covid og síðast úrslitaleikja Coca Cola-bikarsins verður loks leikið á ný í Olísdeild kvenna í handknattleik í kvöld. Íslandsmeistarar KA/Þór sækja ÍBV heim og verður flautað til leiks klukkan 18. Um er ræða frestaða viðureign úr 8. umferð en aðrir leikir í þeirri umferð voru háðar eftir miðjan nóvember.

Uppfært: Leik ÍBV og KA/Þórs hefur verið frestað til morgundagsins, fimmtudaginn 17. mars.


HSÍ staðfesti við handbolta.is í morgun að fært sé með Herjólfi fyrir hádegið og dómarar komist þar af leiðandi til Vestmannaeyja en lítið eða ekkert hefur verið siglt síðustu daga vegna veðurs. Með sömu ferð fara einnig leikmenn ungmennaliðs Stjörnnunnar sem eiga að mæta ungmennaliði ÍBV í Grill66-deildinni í Eyjum í kvöld. KA/Þórsliðið er væntanlegt með flugi til Vestmannaeyja beint frá Akureyri.


ÍBV lék síðast í Olísdeildinni 2. febrúar gegn Val á heimavelli. KA/Þór var síðast á ferðinni í deildarleik 23. febrúar. Framundan er hinsvegar þétt leikjadagskrá ef veður leyfir en stefnt er á að ljúka keppni í Olísdeild kvenna fimmtudaginn 14. apríl, skírdag. ÍBV á til að mynda níu leiki eftir í deildinni en til samanburðar má geta að liðið hefur lagt að baki 12 leiki í Olísdeildinni síðan keppni hófst í byrjun september. Í heildina eru leikir ÍBV fleiri á tímabilinu þegar með eru taldar viðureignir í Evrópubikarkeppni og í Coca Cola-bikarnum.


Olísdeild kvenna:
Vestmannaeyjar: ÍBV – KA/Þór, kl. 18 – sýndur á ÍBVtv. – leiknum hefur verið frestað um sólarhring.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild kvenna er að finna hér.


Grill66-deild kvenna:
Vestmannaeyjar: ÍBV U – Stjarnan U, kl. 18.45.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er að finna hér.


- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -