Ellefta umferð Olísdeildar karla í handknattleik hefst í kvöld með viðureign Fram og Stjörnunnar. Flautað verður til leiks í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal, heimavelli Fram, klukkan 20.
Fram er í fjórða sæti Olísdeildar með 13 stig, er tveimur stigum á eftir FH og Aftureldingu sem eru í tveimur efstu sætum deildarinnar. Stjarnan er aðeins þremur stigum á eftir Fram í sjöunda sæti.
Framarar hafa ekki tapað í þremur síðustu leikjum sínum í deildinni auk þess að vinna Víking í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins á dögunum.
Stjarnan hefur leikið þrjá leiki í röð án tap, tveir í Olísdeildinnni og einn í Poweradebikarnum.
Leikur Fram og Stjörnunnar verður sendur út á Handboltapassanum.
Aðrir leikir 11. umferðar Olísdeildar karla verða háðir annað kvöld.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.