- Auglýsing -
Með nýju ári hefur þessi sígildi dagskrárliður göngu sína á nýjan leik. Jafnt og þétt hefst keppni á Íslandsmótinu í handknattleik á nýja leik. Í kvöld verður flautað til leiks í Grill66-deild kvenna með einum leik. Annað kvöld verður annar leikur á dagskrá og síðan áfram spilað um helgina.
Grótta sækir ungmennalið Fram heim í kvöld í fyrsta leik ársins á Íslandsmótinu. Gróttu barst liðsstyrkur í gær þegar Ída Margrét Stefánsdóttir var lánuð frá Val út keppnistímabilið. Gróttuliðið er í sjötta sæti deildarinnar með 10 stig að loknum níu leikjum og er fjórum til sjö stigum á eftir efstu liðunum þremur.
Leikur kvöldsins – Grill66-deild kvenna:
Framhús: Fram U – Grótta, kl. 19.30.
Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.
- Vantar reynslumikla fyrrverandi dómarann?
- Einn efstu deildarslagur í 16-liða úrslitum bikarsins
- Titilvörn Fram hefst á gamla heimavellinum
- Hörður kærði ekki framkvæmd leiksins í Eyjum
- Dregið í dag í næstu umferð karla og kvenna
- Auglýsing -