Fyrstu leikir bikarkeppni HSÍ í kvennaflokki á keppnistímabilinu fara fram í kvöld. Fjórir spennandi leikir standa fyrir dyrum í 16-liða úrslitum og í öllum tilfellum mætast lið Olísdeildinni liðum sem leika í Grill 66-deild kvenna. Annað kvöld lýkur 16-liða úrslitum keppninnar með fleiri viðureignum.
Leikir kvöldsins
Bikarkeppni HSÍ, konur, 16-liða úrslit:
Skógarsel: ÍR – HK, kl. 19.15.
Hertzhöllin: Grótta- Haukar, kl. 19.30.
Kaplakriki: FH – Selfoss, kl. 19.30.
Varmá: Afturelding – Stjarnan, kl. 19.30 – sýndur á aftureldingtv.
Handbolti.is fylgist með leikjum kvöldsins eftir bestu getu á leikjavakt.
EM kvenna í Skopje í N-Makedóníu:
Rúmenía – Svartfjallaland, kl. 17 – sýndur á RÚV2.
Frakkland – Þýskaland, kl. 19.30 – sýndur á RÚV2.
Staðan í milliriðli 2:
Frakkland | 3 | 3 | 0 | 0 | 88 – 64 | 6 |
Svartfjallaland | 3 | 2 | 0 | 1 | 78 – 75 | 4 |
Spánn | 4 | 1 | 1 | 2 | 102 – 108 | 3 |
Holland | 4 | 1 | 1 | 2 | 110 – 119 | 3 |
Þýskaland | 3 | 1 | 0 | 2 | 82 – 80 | 2 |
Rúmenía | 3 | 1 | 0 | 2 | 77 – 91 | 2 |