- Auglýsing -
Átta liða úrslit Olísdeildar karla í handknattleik karla halda áfram í kvöld með tveimur leikjum. KA fær Hauka í heimsókn í KA-heimilið og Selfoss tekur á móti FH.
Leikmenn Hafnarfjarðarliðanna er komnir með bakið upp að veggnum, eins og stundum er sagt. FH og Haukar verða að vinna á útivelli í kvöld til þes að knýja fram oddaleiki á miðvikudag og fimmtudag.
KA og Selfoss hrepptu vinningana í fyrstu viðureignunum á föstudagskvöld í hnífjöfnum leikjum og munu með sigri í kvöld komast í hóp með Val og ÍBV í undanúrslitum.
Valur og ÍBV lögðu Fram og Stjörnuna í tveimur leikjum í rimmum sem tóku enda í gær.
Olísdeild karla, 8-liða úrslit, 2. umferð:
KA-heimilið: KA – Haukar, kl. 18.30 (1:0) – sýndur á KAtv.
Set-höllin: Selfoss – FH, kl. 19.30 (1:0) – sýndur á Stöð2sport.
- Auglýsing -