- Auglýsing -
Sjötta umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld með stórleik í Kaplakrika þegar Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar leiða saman garpa sína. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.
Hvorugt liðið hefur náð sér almennilega á flug til þessa á leiktíðinni. Það breytir ekki þeirri staðreynd að ávallt er um stórleik að ræða þegar grannliðin eigast við.
FH situr í 10. sæti með fjögur stig að loknum fimm leikjum, einn sig, tvö jafntefli og tvö töp.
Haukar eru stigi ofar en engu að síður í fjórða sæti, tveir sigurleiki, eitt jafntefli og tvö töp.
Sjötta umferð heldur áfram annað kvöld með þremur leikjum.
Olísdeild karla:
Kaplakriki: FH – Haukar, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.
Staðan í Olísdeild karla.
- Auglýsing -