- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Heldur spennan áfram að magnast á toppnum eða fagna Framarar

Hart verður tekist á í viðureign Fram og Vals í Framhúsinu í dag. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Næst síðasta umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik fer fram í dag. Stórleikur umferðarinnar verður í Framhúsinu þegar tvö efstu lið deildarinnar mætast, Fram og Valur. Aðeins munar einu stigi á liðunum tveimur, Fram í hag. Deildarmeistarar síðasta árs, KA/Þór, eru tveimur stigum á eftir Fram og þar af leiðandi stigi á eftir Val.

Deildarmeistarar verði krýndir í Framhúsinu í dag takist Fram að leggja Val.


Ef Fram vinnur leikinn í dag nægir það liðinu til þess að verða deildarmeistari þótt KA vinni Aftureldingu í KA-heimilinu. Þar með væri tveggja stiga munur á liðunum fyrir lokaumferðina en þar sem Fram hefur unnið tvo leiki en KA einn í innbyrðis leikjum liðanna stendur Fram betur að vígi. Mjórra getur varla verið á milli Fram og KA/Þórs því eftir leikina þrjá er markatalan jöfn, 75:75.


Ef Valur vinnur Fram eða þá að liðin skilja jöfn verður heldur ekki hægt að krýna deildarmeistara í Olísdeild kvenna fyrr enn á fimmtudaginn, skírdag. Ef KA/Þór vinnur Aftureldingu eiga þrjú lið möguleika á að vinna deildarmeistaratitilinn fyrir síðustu umferð.

Eins ríkir eftirvænting fyrir viðureign Hauka og ÍBV. Haukar verða að vinna til þess að eiga einhvern möguleika á fjórða sæti deildarinnar og ná heimaleikjarétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.


Allir leikir dagsins í Olísdeild kvenna hefjast klukkan 16.

Fréttin var uppfærð kl. 9.35 eftir að glöggur lesandi hressti upp á minni blaðamanns.


Olísdeild kvenna, næst síðasta umferð:
Ásvellir: Haukar – ÍBV, kl. 16 – sýndur á Haukartv.
Framhús: Fram – Valur, kl. 16 – sýndur á Stöð2sport.
KA-heimilið: KA/Þór – Afturelding, kl. 16 – sýndur á KAtv.
Kórinn: HK – Stjarnan, kl. 16 – sýndur á HKtv.

Staðan í Olísdeild kvenna:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -