- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Hvergi gefið eftir – stórleikur á Torfnesi

Framarar sækja Hauka heim en KA/Þór heldur suður i Garðabæ. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Í mörg horn verður að líta hjá áhugafólki um handknattleik í dag. Leikir fara fram í Olísdeildum karla og kvenna þar sem ekkert verður gefið eftir. Liðin eru eitt af öðru að koma út úr kórónuveirufaraldrinum, eða sú er vonin. Til viðbótar eru áhorfendur velkomnir á alla leiki og svigrúm þeirra aukið til muna með afléttingum sem gerðar voru á sóttvörnum í gær.


Mörgum leikjum hefur verið frestað síðustu vikur. Vonir standa til þess að þrír leikir verði háðir í Olísdeild kvenna. HK fær Val í heimsókn, Stjarnan tekur á móti Íslands- og bikarmeisturum KA/Þór og Framarar leika við Hauka á Ásvöllum. Þetta verður fyrsti leikur Framara í tvær vikur. Tímasetningar leikjanna er að finna hér fyrir neðan.


HK og Fram leiða saman hesta sína í Olísdeild karla klukkan 16.


Í Grill66-deild karla fer stórleikur fram í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði þegar Hörður fær ÍR í heimsókn. Úrslit leiksins geta haft mikið að segja um uppgjörið á toppi deildarinnar. Vinni Hörður leikinn opnast möguleikar liðsins á efsta sætinu á nýjan leik en Ísafjarðarliðið er það eina sem hefur lagt ÍR-inga á leiktíðinni. Að sama skapi munu ÍR-ingar standa afar vel að vígi takist þeim að fara með stigin tvö í burtu af Torfnesi.


Á Málaga á Spáni mætast ÍBV og Costa del Sol fyrra sinni í átta lið úrslitum Evrópubikarkeppninnar. Flautað verður til leiks klukkan 17 og mun handbolti.is freista þess að fylgjast með framvindu leiksins. Liðin mætast á ný á sama stað og tíma á morgun.

Leikir dagsins

Olísdeild kvenna:
Kórinn: HK – Valur, kl. 13.30 – sýndur á HKtv.
TM-höllin: Stjarnan – KA/Þór, kl. 16 – sýndur á Stöð2sport.
Ásvellir: Haukar – Fram, kl. 18 – sýndur á Haukartv.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild kvenna má sjá hér.

Olísdeild karla:
Kórinn: HK – Fram, kl. 16 – sýndur á HKtv.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.

Grill66-deild karla:
Ísafjörður: Hörður – ÍR, kl. 18 – sýndur á rás Viðburðastofu Vestfjarða á Facebook.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

Evrópubikarkeppni kvenna, 8-liða úrslit, fyrri leikur:
Málaga, Spáni: ÍBV – Costa del Sol Málaga, kl. 17 – stöðu- og textauppfærsla á handbolta.is

Einnig verður hægt að fylgjast með útsendingu hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -