Sextándu umferð Olísdeildar karla verður framhaldið í kvöld með einum leik. ÍBV sækir Stjörnuna heim í TM-höllina klukkan 18. Stjarnan á harma að hefna eftir níu marka tap í fyrri viðureign liðanna í deildinni sem fram fór í Vestmannaeyjum 6. október, 36:27.
Klukkan 19.45 hefst viðureign Vals og franska liðsins PAUC í B-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í Origohöll Valsara. Um er ræða síðasta heimaleik Vals í riðlakeppinni og um leið úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins.
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla:
TM-höllin: Stjarnan – ÍBV, kl. 18 – sýndur á Stöð2sport.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Evrópudeild karla, 9. umferð, B-riðill:
Origohöllin: Valur – PAUC, kl. 19.45 – sýndur á Stöð2sport.
Staðan í B-riðli:
Flensburg | 8 | 7 | 0 | 1 | 270:230 | 14 |
Ystads IF | 8 | 5 | 1 | 3 | 261:251 | 11 |
Valur | 8 | 3 | 1 | 4 | 263:264 | 7 |
PAUC | 8 | 3 | 0 | 5 | 235:244 | 6 |
FTC | 8 | 2 | 2 | 4 | 264:278 | 6 |
Benidorm | 8 | 2 | 0 | 6 | 243:269 | 4 |
Leikir 21. febrúar: Flensburg - Ystads, kl. 17.45. Valur - PAUC kl. 19.45 TM Benidorm - FTC, kl. 19.45. Leikir 28. febrúar: Ystads IF - Valur, kl. 17.45. FTC - Flensburg kl. 19.45. PAUC - Benidorm, kl. 19.45.