- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Jafna Haukar metin eða krækir ÍBV í annan vinning?

Stuðningsmenn Hauka fjölmenn á heimavöllinn í kvöld. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson

Annar úrslitaleikur Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla fer fram í kvöld á Ásvöllum. Flautað verður til leiks klukkan 18. ÍBV vann fyrstu viðureignina sem fram fór í Vestmannaeyjum á laugardaginn, 33:27, eftir að hafa tekið völdin síðustu 20 mínúturnar. Framan af leiknum voru Haukar síst lakari og náðu meðal annars fimm marka forskoti, 21:16, þegar níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

Mikið verður um að vera á Ásvöllum frá klukkan 16.30 í dag og fram yfir leikinn. Dagskrá hefur verið sett upp með von um að fólk fjölmenni og mæti snemma.

Vaskur hópur Eyjamanna lagði af stað frá Vestmannaeyjum klukkan sjö í morgun með Herjólfi til Þorlákshafnar og mætir án efa í þrumustuði á Ásvelli.

Olísdeild karla, úrslit, leikur tvö:
Ásvellir: Haukar – ÍBV (0:1), kl. 18 – sýndur á Stöð2 sport.

Þriðja viðureignin fer fram í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum á föstudaginn og hefst klukkan 19.15.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -