- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Leikið á Varmá og í Kaplakrika

Glaðbeittir leikmenn Aftureldingar fá eldhressa liðsmenn Stjörnunnar í heimsókn í kvöld. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Áfram verður leikið í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld en keppni í deildinni hófst af krafti í gærkvöld með þremur hörkuleikjum. Leikmenn Aftureldingar og Stjörnunnar mætast að Varmá í kvöld. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, stýrir ekki sínum mönnum í leiknum. Hann var úrskurðaður í leikbann af aganefnd HSÍ í vikunni.

Bæði lið mæta af fullum þunga inn í leikinn eftir að hafa unnið andstæðinga sína í sextán og átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins á undanförnum dögum. Eitthvað er um meiðsli meðal leikmanna í báðum liðum. Má þar m.a. nefnda Aftureldingarmennina Birki Benediktsson, Svein Andra Sveinsson og Guðmund Árna Ólafsson auk Brynjars Hólm Grétarssonar, Péturs Árna Haukssonar og Gunnars Steins Jónssonar liðsmanna Stjörnunnar, svo einhverjir séu tíndir til.


Auk leiksins í Olísdeildinni þá hefst keppni í Grill66-deild kvenna í handknattleik í kvöld þegar FH fær sameiginlegt lið Fjölnis/Fylkis í heimsókn í Kaplakrika klukkan 19.30. Fyrsta umferð deildarinnar heldur áfram á sunnudaginn.


Ellefu lið eiga sæti í Grill66-deild kvenna á leiktíðinni. Til stóð að þau væru 12 en svo virðist sem KA/Þór U hafi helst úr lestinni á elleftu stundu. Alltént sést liðið ekki lengur í leikjadagskrá deildarinnar á vef HSÍ. Á kynningarfundi Olís- og Grill66-deildanna í fyrradag var ekkert minnst á að KA/Þór U tæki ekki þátt og hafnaði liðið m.a. í 11. sæti af 12 í árlegri spá forráðamanna og fyrirliða.

Leikir kvöldsins

Olísdeild karla:
Varmá: Afturelding – Stjarnan, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.

Grill 66-deild kvenna:
Kaplakriki: FH – Fjölnir/Fylkir, kl. 19.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -