Tveir leikir eru á dagskrá á Íslandsmótinu í handknattleik í dag. Eins og sakir standa á sunnudagsmorgni bendir fátt til þess að veður komi í veg fyrir að leikirnir fari fram.
Grill66-deild kvenna, 2. umferð:
Kórinn: HK U – Fram U, kl. 13.
Grill66-deild karla, 3. umferð:
Sethöllin: Selfoss U – Valur U, kl. 16.
Uppfært: Leiknum hefur verið frestað til morguns, 10. okótber, vegna þess að búið er að lýsa yfir hættustigi á Suðurlandi í dag.
Staðan og næstu leikir í Grill66-deildum kvenna og karla.
Valur leikur í Slóvakíu
Auk leikjanna tveggja hér heima þá er rétt að minna á síðari viðureign Vals og HC DAC Dunajská Streda í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Um síðari leik liðanna er ræða og hefst hann klukkan 18. Dunajská Streda vann fyrri viðureignina í gærkvöld, 29:26, eins og sagt er frá hér.
Handbolti.is verður með textalýsingu frá leiknum í Dunajská í Slóvakíu.