- Auglýsing -
Innan nokkurra daga verða Íslandsmeistarar krýndir í handknattleik kvenna. Í dag hefst lokasprettur tveggja liða, Hauka og Vals, í áttina að sigurlaununum. Fyrsta viðureign liðanna fer fram í N1-höll Vals á Hlíðarenda í dag. Flautað verður til leiks klukkan 17. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistartitilinn.
Haukar eru eina liðið sem hefur unnið Val á keppnistímabilinu, 26:25, á Ásvöllum síðla í október.
Valur varð Íslandsmeistari átjánda skipti fyrir ári.
Haukar hafa sjö sinnum unnið Íslandsmeistaratitilinn, síðast 2005.
Leikur dagsins
Olísdeild kvenna, 1. úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn:
N1-höllin: Valur – Hauka, kl. 17.
- Ekki er handbolta.is kunnugt hvort leikurinn verður sendur út í opinni dagskrá Símans. Fullvíst er að útsending verður frá viðureigninni á handboltapassanum góða. Einnig verður textalýsing á handbolti.is.
- Auglýsing -