- Auglýsing -
Vonir standa til þess að mögulegt verði að leika einn leik á Íslandsmótinu í handknattleik karla í kvöld. Til stendur að Gróttumenn sæki Framara heim í Olísdeild karla í Framhúsinu kl. 19.30. Áhorfendur eru velkomnir.
Leikmenn Gróttu eiga harma að hefna eftir naumt tap á heimavelli í fyrri leik liðanna mánudaginn 11. október, 24:23. Ólafur Jóhann Magnússon skoraði sigurmarkið þegar mínúta var eftir af leiktímanum.
Viðureign Vals og Fram í Olísdeild kvenna sem átti að fara fram í kvöld var frestað öðru sinni í gær.
Olísdeild karla:
Framhús: Fram – Grótta, kl. 19.30 – sýndur á Framtv.
Stöðu og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.
Tveir leikir fóru fram í Olísdeild karla í gærkvöld. Lesa má um þá hér fyrir neðan.
- Auglýsing -