- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Ráðast úrslitin á toppi og á botni?

FH-ingurinn Aron Pálmarsson sækir að vörn Hauka í Hafnarfjarðaslagnum á miðvikudaginn. Aron og félagar sækja Gróttu heim í kvöld. Haukar fá Selfyssinga í heimsókn. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Tvær síðustu umferðir Olísdeildar karla í handknattleik fara fram í vikunni. Sú næst síðasta er áformuð í kvöld. Sex leikir eru á dagskrá. Allar viðureignir verða flautaðar á stundvíslega klukkan 19.30.

Aukin spenna er hlaupin í keppnina um deildarmeistaratitilinn eftir tvo tapleiki FH í röð. Aðeins munar einu stig á FH og Val í tveimur efstu sætunum, FH-ingum í hag. Bæði lið leika á útivelli í kvöld gegn liðum úr neðri hlutanum sem eiga það sameiginlegt að hafa augastað á sæti í úrslitakeppninni. FH-ingar sækja Gróttumenn heim en Valsmenn leggja land undir fót og halda norður á Akureyri til leiks við KA.

Síðustu forvöð

Grótta og KA keppast um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. KA situr í áttunda sæti, þremur stigum á undan Gróttu. Ljóst er að um síðustu forvöð er að ræða fyrir leikmenn Gróttu að vinna tvö stig í kvöld ætli þeir að halda í von um áttunda sætið. Þeir verða að vinna FH og treysta um leið á að Valur leggi KA nyrðra.

Fellur Selfoss í kvöld?

Einnig fer hver leikur að verða hinn síðasti hjá Selfossliðinu til að komast hjá falli. Liðið verður að vinna tvær síðustu viðureignir sínar til að eiga möguleika á áframhaldinu veru í Olísdeildinni. Tapi Selfoss fyrir Haukum á Ásvöllum í kvöld kveður liðið Olísdeildina eftir níu ára samfellda veru.

Þráinn Orri Jónsson leikmaður Haukar tekur út leikbann í kvöld.

Bíða í voninni

HK og Víkingur eru 10. og 11. sæti og skilur þau að eitt stig að. Fullvíst má telja að annað hvort liðið fellur úr deildinni á föstudagskvöld eftir að síðustu leikjunum lýkur. HK leikur við Stjörnuna í kvöld í Mýrinni í Garðabæ. Víkingar leggja leið sína að Varmá og mæta Aftureldingarmönnum.

Loks eigast við ÍBV og Fram sem sigla lygnan sjó í fjórða og sjötta sæti sem sennilega verður niðurstaðan af framgöngu þeirra á leiktíðinnni.

Olísdeild karla, 21. umferð:
Varmá: Afturelding – Víkingur, kl. 19.30.
Hertzhöllin: Grótta – FH, kl. 19.30.
Ásvellir: Haukar – Selfoss, kl. 19.30.
Vestmannaeyjar: ÍBV – Fram, kl. 19.30.
KA-heimilið: KA – Valur, kl. 19.30.
Mýrin: Stjarnan – HK, kl. 19.30.

Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins á handboltapassanum.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Lokaumferðin

Leikir síðustu umferðar föstudaginn 5. apríl:
Selfoss – Grótta.
Valur – Afturelding.
Fram – Haukar.
Víkingur – Stjarnan.
HK – ÍBV.
FH – KA.

  • Allir leikir hefjast klukkan 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -