Síðasti leikur átta liða úrslita Poweradebikars kvenna í handknattleik fer fram í kvöld þegar Grótta og Stjarnan mætast í Hertzhöllinn á Seltjarnarnesi klukka 20. Í gærkvöld komust ÍR, Selfoss og Valur í undanúrslit og taka þar af leiðandi þátt í úrslitahelgi keppninnar. ÍR-ingar hafa ekki átt kvennalið í undaúrslitum í nærri aldarfjórðung.
Grótta er í öðru sæti Grill 66-deildar á sama tíma og Stjarnan situr í sjötta sæti Olísdeildar eftir misjafnt gengi á leiktíðinni.
Fimmtánda umferð Olísdeildar karla hófst í gærkvöld með viðureign Fram og Vals í Úlfarsárdal. Þrír leikir eru á prjónunum í kvöld. Stjarnan og KA, sem eru líkum stað í deildinni, leiða saman kappa sína í Mýrinni í Garðabæ klukkan 18. Gróttumenn sækja Eyjamenn heim á sama tíma. Loks eigast við HK og Afturelding í Kórnum og verður flautað til leiks klukkan 19.30.
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla, 15. umferð:
Mýrin: Stjarnan – KA, kl. 18 – handboltapassinn.
Vestmannaeyjar: ÍBV – Grótta, kl. 18 – handboltapassinn.
Kórinn: HK – Afturelding, kl. 19.30 – handboltapassinn.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Poweradebikar kvenna, 8-liða úrslit:
Hertzhöllin: Grótta – Stjarnan, kl. 20 – sýndur á RÚV2.