- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Spennan magnast – umspilið er að hefjast

Anna Karen Jónsdóttir, leikmaður Fjölnis-Fylkis og félagar hennar mæta HK í kvöld í undanúrslitum umspilsins um sæti í Olísdeildinni. Mynd/Fjölnir-Þorgils G.
- Auglýsing -

Spennan er að magnast enda er tími úrslitakeppni og umspils á Íslandsmótinu í handknattleik að hefjast. Undanúrslit í umspili um sæti í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð byrjar í kvöld með fyrstu viðureignum fjögurra liða, Gróttu, ÍR, HK og Fjölnis-Fylkis. Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í úrslitin. Eftir leiki kvöldsins mætast liðin aftur á laugardaginn og leika oddaleiki á þriðjudaginn ef til þeirra kemur.

HK lék í Olísdeild kvenna í vetur og hafnaði í næst neðsta sæti en hin þrjú liðin eru úr Grill 66-deildinni. Nánar verður fjalla um umspilsviðureignirnar á handbolta.is síðar í dag.


Hertzhöllin: Grótta – ÍR, kl. 19.30.
Kórinn: HK – Fjölnir-Fylkir, kl. 19.30.

Ekki kemur fram á heimasíðu HSÍ hvort leikirnir verði sýndir í streymi á vegum félaganna en handbolti.is væri þakklátur fyrir að fá upplýsingar ef það stendur til.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -