Áttunda umferð Olísdeildar kvenna hefst í kvöld með tveimur hörkuleikjum milli fjögurra liða sem lengi hafa eldað grátt silfur. Tvö efstu lið deildarinnar standa í ströngu. Síðari tveir leikir áttundu umferðarinnar verða háðir á laugardaginn.
Haukar taka á móti Stjörnunni á Ásvöllum klukkan 19.30. Haukar hafa 12 stig eftir sjö umferðir og hafa leikið við hvern sinn fingur í síðustu leikjum. Ragnheiður Sveinsdóttir mætir til leiks á ný eftir að hafa tekið út leikbann á laugardaginn þegar Haukar lögð ÍR-inga á Ásvöllum.
Stjarnan er sókn og vann ÍBV á laugardaginn á heimavelli og Aftureldingu nokkrum dögum áður í Poweradebikarnum.
Þetta er annar leikur liðanna í Olísdeildinni á leiktíðinni. Þau mættst í Mýrinni 9. september og varð úr hörkuleiki sem Haukar unnu á endasprettinum, 28:26.
Reykjavíkurliðin Fram og Valur leiða saman kappa sína í Úlfarsárdal klukkan 19.30. Eftir nokkra sigurleiki, m.a. í gegn ÍBV í Eyjum fataðist Framliðinu flugið á síðasta laugardag á heimavelli þegar KA/Þór kom í heimsókn.
Fram er í þriðja sæti með átta stig eftir sjö leiki eins og ÍBV. Íslandsmeistarar Vals unnu Aftureldingu á mánudaginn og færðust um leið upp að hlið Hauka í efsta sæti Olísdeildar.
Valur vann Fram örugglega í Origohöllinni í fyrstu umferð, 29:20.
Leikir kvöldsins
Olísdeild kvenna, 8. umferð:
Ásvellir: Haukar – Stjarnan, kl. 19.30.
Framhús: Fram – Valur, kl. 19.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.