- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Stórleikir í tveimur deildum

Lið Vals og KA/Þórs hafa marga hildi háð. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Sjöunda umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik fer fram í dag. Að vanda verða fjórir leikir á dagskrá. Efsta lið deildarinnar og það eina taplausa, Valur, fær Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs í heimsókn klukkan 16. Um er að ræða fyrstu viðureign liðanna síðan í vor að leikmenn KA/Þórs tóku við Íslandsbikarnum í Origohöllinni eftir að hafa lagt Val í úrslitarimmu um Íslandsmeistaratitilinn.


Framarar, sem eru í öðru sæti Olísdeildar, sækja ÍBV heim í upphafsleik dagsins klukkan 13.30. Afturelding fær HK í heimsókn og Stjarnan og Haukar eigast við í TM-höllinni.


Að leikjum dagsins loknum verður þriðjugur leikja Olísdeildar kvenna að baki.


Stórleikur verður í Grill66-deild karla þegar efstu liðin tvö, Hörður og ÍR, mætast á heimavelli ÍR-inga í Austurbergi klukkan 15. Hvorugt liðanna hefur tapað stigi til þessa.


Kvennalið ÍR verður einnig í eldlínunni í dag. Það mætir U-liði ÍBV í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 16, fljótlega eftir að viðureign ÍBV og Fram verður lokið í Olísdeild kvenna.

Olísdeild kvenna:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Fram, kl. 13.30 – sýndur á Stöð2Sport.
Origohöllin: Valur – KA/Þór, kl. 16 – sýndur á Stöð2Sport.
Varmá: Afturelding – HK, kl. 16 – sýndur á Aftureldingtv.
TM-höllin: Stjarnan – Haukar, kl. 16 – sýndur á Stjarnantv.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna er að finna hér.


Grill66-deild karla:
Austurberg: ÍR – Hörður, kl. 15.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla er að finna hér.


Grill66-deild kvenna:
Vestmannaeyjar: ÍBV U – ÍR, kl. 16.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -