Næst síðasta umferð Olísdeildar karla verður leikin í kvöld en samkvæmt vana þá fara tvær síðustu umferðir deildarkeppninnar fram á sama tíma. Mikil spenna er í toppi og á botni Olísdeildar karla í handknattleik. Allir leikir hefjast klukkan 19.30.
Efsta lið deildarinnar, Íslands- og deildarmeistarar síðasta árs, FH, sækir KA heim í KA-heimilið. Valur, sem er í öðru sæti, fer í Kórinn í Kópavogi og mætir HK. Í þriðja sæti er Fram sem tekur á móti ÍBV.
Fleiri leikir eru á dagskrá eins og kemur fram hér fyrir neðan.
Stórleikur verður einnig í Olísdeild kvenna. Valur fær Hauka í heimsókn á Hlíðarenda klukkan 18. Valur er efstur í deildinni með 32 stig, er fjórum stigum á undan Haukum sem er í þriðja sæti. Fram er á milli með 30 stig. Viðureignin er sú fyrsta í 19. umferð og þeirri þriðju síðustu í Olísdeild kvenna.
Allir leikir kvöldsins verða sendir úr á Handboltapassanum. Auk þess verður viðureign Vals og Hauka í Olísdeild kvenna send út í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans.
Leikir kvöldsins
Olísdeild kvenna:
N1-höllin: Valur – Haukar kl. 18.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Olísdeild karla, næst síðast umferð:
Kórinn: HK – Valur, kl. 19.30.
KA-heimilið: KA – FH, kl. 19.30.
Skógarsel: ÍR – Stjarnan, kl. 19.30.
Lambhagahöllin: Fram – ÍBV, kl. 19.30.
Varmá: Afturelding – Fjölnir, kl. 19.30.
Ásvellir: Haukar – Grótta, kl. 19.30.
Olísdeild kvenna:

Olísdeild karla:
