Sannkallaður toppslagur verður í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag þegar ÍBV og Valur mætast í Vestmannaeyjum klukkan 14. Úrslit leiksins geta ráðið því hvort liðanna verður deildarmeistari í vor. Liðin hafa tapað fjórum stigum hvort það sem af er keppnistímabilinu í deildinni.
Viðureignin í Eyjum í dag verður sú þriðja á milli ÍBV og Vals í Olísdeildinni á leiktíðinni. Valur hafði betur, 31:26, þegar þau leiddu saman hesta sína miðvikudaginn 19. okótber í Vestmannaeyjum. ÍBV svaraði fyrir sig í Origohöllinni 7. janúar, 32:29.
Fleiri leikir eru á dagskrá Íslandsmótsins í dag, jafnt í Olísdeild kvenna sem og í Grill 66-deildunum.
Leikir dagsins
Olísdeild kvenna:
Úlfarsárdalur: Fram – Haukar kl. 14 – sýndur á Framtv.
Vestmannaeyjar: ÍBV – Valur, kl. 14 – sýndur á Stöð2sport.
Staðan í Olísdeild kvenna og næstu leikir.
Grill 66-deild kvenna:
Dalhús: Fjölnir/Fylkir – HK U, kl. 16.
Grill 66-deild karla:
Origohöllin: Valur U – Kórdrengir, kl. 17.
Staðan í Grill 66-deildunum.